Saga - 1975, Page 216
210
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
leg- sem framast mátti verða, og má af því sjá, að ég hafði
rétt fyrir mér (og þú), að nauðsynlegt væri að fara nú þeg-
ar, en ekki fresta því þangað til í apríl, eins og Guðl. vildi.
— Eins sýndi það sig, að við gerðum rétt í að eyðileggja
laina sameiginlegu sendinefnd. Eg sagði Hörring frá þeirri
uppástungu og afstöðu okkar gagnvart henni, og kvað
hann okkur hafa rétt gert, því hún hefði engan árangur
borið. En aftur var auðheyrt, að honum fanst sjálfsagt að
okkar sendiför bæri einhvern árangur, hver sem hann nu
kann að verða.
Meira get ég ekki sagt að sinni, en vonast eftir að geta
bætt það upp með næsta pósti, þann 26. þ.m., ef ekki nú
yfir England, sem reyndar ekki er útlit fyrir, úr því engin
skeyti eru enn komin.
Við báðum Hörring halda sendiför okkar leyndri og lof-
aði hann því, svo engin líkindi eru til að neinn fái um hana
að vita. Eftir því sem honum fórust orð, býst ég helzt við,
að hann segi alls ekki Dybdal frá henni.
Rump er orðinn amtm. í Holbæk, en Bardenfleth í Vejle*
Batterífrv. verður ekki staðfest fyrst um sinn, segn
Dybdal og bæjarstjóm Rvíkur gefið færi á að koma nieð
mótmæli sín.
Ég bið kærlega að heilsa séra Sigurði — og eins konu
þinni.
Með beztu kveðju.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
ad interim, um stundarsakir.
Batterífrv. Þingið 1899 samþykkti sölu á lóð úr Arnarho s
túni niður við sjó, Batteríinu, en þar vildi Helga BiV
kona Jóns Vídalíns, reisa sér sumarhús. Lögunum
synjað staðfestingar.
22. bréf
Björn og Valtýr ræða við Hörring forsætisráðherra og^
Nellemann, en einnig við foringja vinstrimanna á þmgi-