Saga - 1975, Page 220
214
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
skrafs og ráðagjörða. Þá gætum við betur talað um, hvað
mundi mega gera. — Matzen verður aldrei ráðgjafi.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
Matzen, Henning, prófessor og hægrimaður. Hann kvæntist
síðar Helgu Bryde, sem fyrr var gift Jóni Vídalín kaup-
manni.
2Jf. bréf
Alþingiskosningar fara fram í septembermánuði árið 1900
og verða litlar breytingar á styrkleik flokkanna. Heimastjóm-
armenn hafa þó heldur vinninginn, en valtýingar telja sig
eiga vonarpening, þar sem eru þeir séra Einar Jónsson,
þingmaður Norðmýlinga, og Þórður Guðmundsson á Hala,
þingmaður Rangæinga. Þinglið heimastjórnarmanna styrkist
mjög við það að fá í sína sveit þá Hannes Hafstein, Hannes
Þorsteinsson og Lárus H. Bjarnason. Skúli skrifar Valtý
31. október, að nú ríði á því að fá ráðgjafann. Eini vegur-
inn til sigurs sé sá að koma Magnúsi Stephensen frá fyrir
þing. Goos vill skipa ráðgjafa að sögn Valtýs, en hægrl"
stjórnin er á nástrái og hefur ekki þrek til athafna.
14./1. 1901
Kæri vin!
Fátt er að skrifa enn fréttnæmt héðan um ísl. pólitíkina,
minna en út leit fyrir, er ég skrifaði þér síðast. Enginn
sérstakur ráðgj. kominn enn og yfir höfuð ekkert gert i
málinu. Ástæðan þó ekki sú, að Goos sé horfinn frá þein1
hugsun, því hann hefir unnið svo mikið að því að ltonia
henni í framkvæmd, sem hann sá sér fært. Hann leitaði
samþykkis fjárlaganefndarinnar til launanna og fékk það>
og eftir því sem Christensen-Stadil sagði mér vill ríkisþmg'
ið líka veita ferðakostnað handa ráðgj. heim til Islands, en
álítur að Islendingar geti sjálfir borið „repræsentationsu -
gifter“ hans þar, enda er það ekki ósanngjarnt. En i'e
þegar svo sem ekkert vantaði, nema að setja sjálft srniðs
höggið á, þá kom hér nokkuð fyrir, sem gerði það ómögu