Saga - 1975, Page 221
TIL SKÚLA THORODDSENS
215
legt að ráða málinu til lykta að sinni. Politiska sítuatiónin
hér breyttist alt í einu ákaflega, af því hægri flokkurinn
í landsþinginu klofnaði og 9 (flestir greifar og stóreigna-
menn) snerust gegn stjórninni í skattalögunum, sem er
hennar lífsuppgáfa. Fór þá svo, að ráðaneytisflokkurinn
hafði að eins 1 atkv. meirihluta, er kosið var í nefndina,
°g þar þó meðtaldir 4 ráðgj., sem eru landsþingsmenn. Nú
veit maður ekki hver niðurstaðan verður, og stjórnin hef-
ir enga hugmynd um, hvort hún stendur eða fellur. Þegar
svo er á statt, væri það hálfhlægilegt að skipa nýjan ísl.
ráðgj., sem svo félli kannske með allri stjórninni rétt á
eftir. Þó Goos vildi gera það, fengi hann ekki hina ráð-
gjafana til að ganga að því undir svona kringumstæðum.
Nú standa fólksþingskosningar fyrir dyrum, og situr
stjórnin líkl. þangað til þær eru um garð gengnar (fram
í apríl), en varla lengur.
Meðan svona stendur vill Goos heldur ekkert fást við
einstök atriði í málinu, því hann vilji ekki gera neitt, sem
bundið geti hendur eftirkomanda síns. Hér er því bölvað
viðureignar, og megum við nú sem oftar gjalda pólitíska
astandsins í Danmörku. Þegar sona stendur, sé ég ekki til
neins að vera að skrifa neinar hugleiðingar eða bollalegg-
lngar um málið. Aðeins vil ég taka fram, að áríðandi er
að safna klögun yfir kosningum einhverra mótstöðumanna
til þess að reyna að ónýta atkv. þeirra fyrsta daginn við
kosning til Ed.
Eg vildi óska að þú kæinir hingað í vor til skrafs og
ráðagerða, — það gæti lílca kannske haft töluverða þýð-
lngu, ef þú yrðir hér um það leyti, er ný stjóm (líkl.
vinstri) yrði sett á fót. Líka gætir þú stutt kosning þess
bgkj. í stað séra Þorkels.
Eg legg hérmeð ársreikning Eimr. 4 ex.
Með beztu óskum um gleðilegt nýtt ár og góða nýja öld!
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson