Saga - 1975, Side 223
TIL SKÚLA THORODDSENS
217
veit ég ekkert um það. Ég talaði um það við Alberti, undir
eins og ég kom hingað og tók hann að vísu mínu máli vel,
en kvaðst þó ekkert ákveðið geta sagt fyr en hann sæi
frumvarpið. Nú er mér skrifað að heiman að á sama megi
standa, hvernig um það fer, því þið séuð vissir. Eg hef því
ekki getað verið að gera nýja atrennu á Alberti þess vegna.
Mér líkar greinar „Þjóðvilj." vel. Hann er eina blaðið,
sem berst nú og flettir ofan af dónunum. Margt í greinum
hans um ávarpið alveg sama eins og ég [er] búinn að skrifa
1 Eimr. grein um stefnuskrár þingflokkanna, sem ég nú
sendi B. ritstj. próförk af. Ég vona að hún verði heldur að
liði í agítatióninni. Friðsemdœr-pólitík Akureyrarmann-
anna, sem þeir heimta að okkar blöð fylgi, er ég sannfærð-
Ur um, að er heimska. Nú eigum við einmitt að ráðast dug-
lega á (tage offensiven). Það hefir einmitt verið okkar mein
siðasta árið, að hinir höfðu sóknina, við vörnina. Þessu þarf
að snúa við. Allir mestu hershöfðingjar heimsins hafa álit-
það eitt helzta skilyrði fyrir sigri, að verða fyrri til
sóknar, að ráðast á. Og reynslan hefir sannað, að þetta er
1-étt álitið. Við eigum nú hlífðarlaust að ráðast á. Taki
flokksstjórnin ekki þá stefnu, þá gerir hún glappaskot. Ég
er fyllilega sannfærður um, að enginn hinna gengur yfir
um fyr en við erum orðnir ofan á. Sönnun fyrir þessu hef
eS í bréfi, sem ég hef séð frá Klemens, sem þó stendur
°kkur einna næst. Jón á Sleðbrjót er sá eini, sem ég get
^ugsað mér, en honum mun á sama standa þó ráðist sé á
fiokkinn í heild sinni. Þú verður að vera stáli'ð í flokks-
stjórninni og herða deigu jámin.
Eg sendi B. ritstj. bidrag til katekismus, sem hann bað
mig um. En þið lagið það og fyllið. Ég býst við, að þið
yerðið smeykir við afstöðu mína til ábyrgðarlaganna, sem
fS vil láta bíða, en ég vona að motivering mín í Eimr.grein-
luni dragi úr þeirri hræðslu. Við verðum að halda því fast
fi‘am, að atvinnumálin eigi að ganga fyrir öllu öðru, stór-
hólitíkin að lúta í lægra haldi. Það mun „slá an“.
fig sendi B. J. líka greinarkorn um nafnið ráðherra,