Saga - 1975, Page 226
220
BRÉP VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
1904. Á þinginu 1905 er hart deilt um símamálið og undir-
skrift danska forsætisráðherrans undir skipunarbréf Hann-
esar Hafsteins. Valtýr kveður flokk þeirra Skúla vera sam-
hentari en áður og þeir muni bera sigur úr býtum, ef eigi
brestur samheldni.
Eimreiðin, Amagerbrogade 151, Kobenhavn. S.
27./11. '05.
Góði vin!
Um leið og ég hérmeð sendi þér prentað bréf viðvíkjandi
Eimr. eins og öllum öðrum hluthöfum, nota ég tækifærið
til að minnast á auglýsing Eimr. í Þjóðviljanum, því ég
hefi séð, að hún hefir enn staðið í honum við og við á þessu
ári. En samkvæmt pöntun minni átti hún ekki að koma
þar nema til ársloka 1901+, því meiru fé vildi ég ekki verja
til auglýsinga fyr en ég sæi, hvort slíkar auglýsingar bæru
nokkurn árangur. En þess hefi ég ekki orðið var. En
máske þú hafir ætlað að taka auglýsinguna ókeypis og þvi
látið hana standa áfram. Til þess var þó aldrei ætlast fi’a
minni hálfu. Hins vegar hefi ég aldrei fengið neinn reikn-
ing frá þér fyrir auglýsinguna fyrir 1894 og því ekki haft
tækifæri til að borga hana. En nóg um þetta.
Þá þakka ég fyrir samvinnuna í sumar, sem reyndar alt
af hefir verið hin bezta okkar á milli, en sem í sumar vai*
að því leyti miklu betri en að undanförnu, að fyrst nú fann
maður, að við höfðum reglulegan samgróinn flokk, —- eftn’
að Guðl. var farinn veg allrar veraldar. Einmitt þetta, hve
samheldnin var mikil og einlæg, gefur mér meiri von um
framtíðina, en ég annars hafði, eftir öll þau skriðdýrslseti,
sem svo víða bólaði á. Eg efast ekki um að baráttan verði
örðug, en ofan á verðum við þó á endanum, ef ekki brestui
þolgæði.
Stjórnarliðið hefir ótæpt reynt að rægja okkur her 1
dönskum blöðum og reynt að stimpla okkur sem Dana-
fjendur. Ég hefi hrist það fram af mér og álitið, að hinn
rétti orustuvöllur væri heima á Islandi og því ekkert rita
á móti, þótt ég oft hafi verið í vafa um, hvort ég ætti ekki