Saga - 1975, Page 227
TIL SKÚLA THORODDSENS
221
að gera það. En svo hafa menn frá 3 blöðum („Ekstrabl.“,
»K1. 12“ og „0stsjæll. Folkeblad“) komið til mín sjálf-
krafa og beðið um upplýsingar, af því þeir vildu heyra dá-
lítið frá mótflokksins sjónarmiði, sögðu þeir, þar sem bú-
ið væri að skrifa svo mikið í stjórnarblöðin hér frá hinni
hliðinni. Ég hefi ekki fundið ástæðu til að neita þeim um
uPplýsingar og sendi þér nú 0stsjæll. Folkebl. eftir beiðni
blaðsins ásamt mörgum öðrum ísl. blöðum. Ef þú minnist
á greinina, þætti blaðinu sjálfsagt vænt um að fá það nr.
sent (Adr. 0. F. Koge). Það blað er í mestu áliti allra
Pi’óvinsblaða í Danmörku og alstaðar lesið af öllum póli-
tíkurum, enda muntu oft hafa séð það citerað í „Politiken"
(Red. Svarre).
Nú nægir ekki „Heimastj.“ að hafa flutt danska valdib
lnn í landið, nú á líka að flytja danska tungu inn í það og
skrifa ritstjórnargreinar á dönsku. Hvað langt kemst sví-
virðingin ?
Beztu kveðju til þín og konu þinnar.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson.
Gu8l(augwr Guðmundsson) var farinn veg allrar veraldar.
Hann hvarf úr framsóknarflokknum á þinginu 1905.
Nú nægir ekki „Heimastj(6rn).“ Blað, sem Finnur Jónsson
og nokkrir stúdentar gáfu út í Kaupmannahöfn og komu
alls út fjögur tölublöð.
27. bréf
Af pólitískum ástæðum telja sumir af samherjum Valtýs
óæskilegt, að hann sé í sviðsljósinu. Skúli skrifar Þorsteini
Erlingssyni 22. desember 1905: „Okkar á milli, þá er „partíið"
í vandræðum með hann, því að hann er orðinn „Grýla“ á þjóð-
ina, enda lítt gjörlegt, að ætla sér að berjast fyrir dönskum
embættism., sem ráðherra hér, eins og nú er komið. — Allt
annað, meðan er um rh. í Khöfn var að ræða. •— En þetta vill
hann ekki skilja. - - Jeg ritaði dr. ofanígjöf nú með „Vestu“,
og veit, að hann verður mér sár-reiður.“ Skúli ritar Valtý