Saga - 1975, Page 228
222
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
áminnzt bréf 16. desember og kveður ekki heppilegt, að hann
sé að láta dönsk blöð stimpla sig sem foringja. Valtýr ber
þetta af sér og gerist f jölorður um forystuhlutverkið í stjórn-
málabaráttunni.
Eimreiðin, Amagerbrogade 151
K0benhavn. S. 8./1. ’06.
Góði vin!
Þakka fyrir bréf þitt; hefi borgað J. G. ávísun þína.
Þér þykir ég hafa hegðað mér nokkuð „rússneskulega“
með Eimr. Sama sagðir þú í sumar við mig. En mér vitan-
lega var frá fyrstu svo til ætlast, að ég réði einn öllu við
hana, enda hefði hún aldrei getað þrifist með öðru móti.
Ég skildi líka alla svo, sem lögðu fé fram til stofnunar
henni, að þeir skoðuðu það sem styrk, sem þeir byggjust
helzt við að fá aldrei aftur. En ég fann sjálfur upp á að
gefa út hlutabréf handa þeim, án þess nokkur heimtaði
minstu viðurkenningu fyrir styrk sínum. En nú útborga
ég hverjum sitt fé + 20% og er það langt fram yfir allar
þær vonir, sem ég gerði mér, enda hefði ekki verið mögu-
legt, ef ég hefði ekki unnið að henni fyrir svo sem ekkert
að heita má og mér í stórskaða — og ritið líka getað lifað
á minni persónulegu kredit langa lengi. Því 1000 kr. kapi'
tal lirekkur lítið, ef ekki er ki’edit með til hjálpar.
Hið eina, sem hægt er að að finna, er það, að ég hefi
ekki látið revidera reikningana. En því var óhægt við a
koma, því hver átti að velja revísórana, þar sem hluthaf-
ar vóru dreifðir út um alt Island? En hverjum hluthafa»
sem hér er (en þeir eru nú fáir) er frjálst að skoða reikU'
inga mína og reyndar velkomið, að revísórar séu settir
þess, ef hluthafar heimta. Ég hefi ekkert að dylja í Þv*
efni, og vona að þá sæist, að ég hefi ekki orðið feitui a
„forretningunni“. ,
Þá minnist þú á „grein mína“ í „Gstsjæll. Folkebla ^
sem þú telur að sumu leyti ekki sem heppilegasta. En e°
hefi enga grein ritað hvorki í það blað né annað hei