Saga - 1975, Page 230
224
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
getur aldrei orðið nein festa í atlögunum, ekkert fast „slag-
plan“. Svo er það algild reynsla annarstaðar að, að menn
verða að hafa ákveðinn fána að fylkja sér undir, og fjöld-
inn fylkir sér því að eins undir hann, að ákveðin persóna
sé tilnefnd til að halda honum á lofti. Hvernig gekk á Engh
fyrir þeim líberölu meðan foringjamir voru margir og
ekki hægt að fá neinn viðurkendan sem aöalforingja. Fyrst
eftir að C.-Bannermann (sem þó enginn var vel ánægður
með) var gerður að aðalforingja (viöurkendur), þá fyrst
urðu menn samtaka og eru komnir til valda — áSur en
þeir sigra við kosningar. — Stjórnin víkur fyrir „stemn-
ing“ hjá þjóðinni, þó hún hafi meirihluta á þingi. — Hvað
segir ísl. stjórnarliðið til þess? Þekkja menn þingræði a
Englandi ?
Mér þykir það noklcuð skrítin skoðun hjá þér, að ef eg
sé stimplaður sem foringi, þá séuð þið allir hinir þar af
leiðandi stimplaðir sem „Nikkedukker". Skyldu þeir þa
allir vera skoðaðir sem tómar „Nikkedukker“, þeir sem
unnið hafa undir forustu Campbell-Bannermanns? Eða
hvar sem er í heiminum, þar sem pólitískir flokkar eru
með viðurkendum einum aðalforingja? Nei sannarlega
ekki. Það eru jafnan margir undirforingjar og þeir oft
eins mikils verðir og eins mikils ráðandi oft og tíðum og
aðalforinginn, þó knýjandi praktískar ástæður heimti, a
einn sé tilnefndur sem aðalforingi, sem bera verður fau-
ann og taka á móti öllum verstu eiturskeytum óvinanna.
Því að sjálfsögðu ráðast þeir mest á hann, hver sem hann
svo er, alveg eins og við ráðumst mest á foringja stjórnar-
liðsins, ráðherrann. Slíkt leiðir af sjálfu sér. En þá reyna
hinir að skjóta fyrir hann skildi og verja foringjann. M
því verja þeir sjálfa sig líka. Þessa list hefir stjórnarlið'1
lært, en við ekki, og meðan hún ekki lærist okkur, megun1
við aldrei við sigri búast; það þykist ég vera búinn að sja,
hvort sem menn vilja sansast á því eða ekki.
Ég er þakklátur fyrir, að þú hefir sagt hugsun Þ1^
hreint út um þetta efni og reyni að gjalda líku líkt.