Saga - 1975, Síða 231
TIL SKÚLA THORODDSENS
225
álít það hollast, að við séum einlægir hvor við annan. Og
þetta gildir ekki sízt um okkur tvo, eins og nú stendur.
Því þó enginn væri kosinn foringi á þinginu í sumar, fanst
Wér þó í fyrsta sinn bera á því verulega, að við ynnum
Þar sem flokkur og með foringjum. Að vísu hefir mér ekki
getað betur fundist en að forustan hafi okkar megin nú í
allmörg ár verið aðallega í höndum 3 manna (án þess að
hinir væru bara „Nikkedukker“, síður en svo um marga
þeirra), sem sé þin, Björns Jónssonar (utan þings) og
mín. Við höfum faktiskt jafnan ráðið mestu í öllum stór-
fliálum og það eitt orðið ofan á hjá flokknum, sem við
höfum allir getað orðið samtaka um. Ekki svo að skilja
þó, að allar tillögur þurfi að hafa verið uppfundnar af
°kkur. En í sumar fanst mér það vera þegjandi viöurkent,
að þú værir foringi flokksins í Nd., en ég í Ed. Það kom
einmitt fleirum sinnum fyrir um báða okkur, að við kom-
um svo fram, töluðum af hendi flokksins, og var það í Ed.
Jafnan eftir samkomul. við samflokksmenn mína þar, og
eins býst ég við, að hafi verið í Nd., því þar skoðuðu víst
allir þig sem foringja flokksins. Þetta er líka eins og það
a að vera og þarf að vera. Flokkurinn má til að hafa for-
lngja í hvorri deildinni, eins hér eins og á öllum öðrum
þingum heimsins. — En þó þetta virkilega væri svo, dett-
Ur niér ekki í hug að álíta menn eins og séra Sig. Stefáns-
s°n, Jóhannes o. fl. sem „Nikkedukker“ mínar eða að þeir
standi ekki í rauninni alveg eins framarlega í fylkingu
eins og ég. En eigi nokkurt skipulag að vera, verður nú
einu sinni að skipa einum fremst, því allir geta ekki verið
það.
Eins ættum við sem allrafyrst að skipa einhvern sem
uðoileiðtoga, þó aldrei sé nema að nafninu til einu. Eg
aht það alveg nauðsynlegt. Og ég beygi mig fúslega undir
það
sem ofan á verður í því efni, því fyrir mér gildir mál-
efnið, en ekki maðurinn, þó sumir máske haldi annað.
þú víkur að því, „sem mig auðsjáanlega langi svo mikið
• Þú átt náttúrl. við að verða ráðherra. En þú heldur
15