Saga - 1975, Side 233
Álitsgerð Ólafs Gunnlaugssonar
Gunnar T. Guðmundsscm þýddi
Ritgerð sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, var upphaflega
rituð á frönsku í Róm haustið 1857. Höfundur hennar er Ólafur
Gunnlaugsson, sonur Stefáns Gunnlaugssonar, sem var land- og
óæjarfógeti á árunum 1838—48. Áður en gerð er nánari grein fyrir
ritgerð þessari, er rétt að stikla á stóru á æviferli höfundar.
Ólafur Gunnlaugsson var fæddur í Reykjavik árið 1831. Að loknu
stúdentsprófi við Latínuskólann í Reykjavik hélt hann til náms við
háskólann í Kaupmannahöfn árið 1848. Eftir nokkurra ára dvöl
í Kaupmannahöfn, líklega um 1855, komst Ólafur í kynni við kaþ-
ólskan prest af rússneskum ættum, Djunkovski að nafni. Djunk-
ovsky varð síðar betur þekktur undir nafninu Djúnki meðal Islend-
inga í Kaupmannahöfn á síðustu öld. Benedikt Gröndal minnist á
samskipti þeirra Ólafs og Djunkovskys í bók sinni Dægradvöl, enda
kemur Benedikt sjálfur þar nokkuð við sögu. Áður en kynni tókust
toeð Ólafi og Djunkovsky, hafði yngri bróðir Óíafs, Bertel, gengið
1 þjónustu kaþólsku kirkjunnar og hafið nám við trúboðsskólann
1 Róm árið 1855. Næsta ár var Ólafur aðstoðarmaður Djunkovskys
við að undirbúa trúboðsstarf á Norðurlöndum. Ráðgert var í fyrstu,
ef til vill að hvötum Ólafs, að koma á fót trúboðsmiðstöð á íslandi,
en af því varð ekki.
Árið 1857 var sendur hingað til lands kaþólskur prestur og trú-
koði að nafni Bernard (Bernharður). í för með honum var Ólafur
Gunnlaugsson, sem átti að vera honum til aðstoðar fyrst um sinn.
Settust þeir að á Seyðisfirði, en á þessum tíma stunduðu franskir
sjómenn mjög veiðar við Austfirði og víðar umhverfis landið. Var
Bernharði ætlað það hlutverk að veita frönsku sjómönnunum, sam-
löndum sínum, andlega þjónustu, en um leið átti hann að búa sig
Undir að boða kaþólska trú. Gerðu stjórnendur trúboðsins sér vonir
Um, að trúarbragðafrelsi í landinu væri ekki langt fram undan.
haustið þóttist Bernharður hafa komið sér svo vel fyrir, að
^ann þyrfti ekki lengur á aðstoð Ólafs að halda. Komu þeir sér
tá saman um, að Ólafur færi til Rómar til náms og skýrði um leið
yfirmönnum trúboðsnefndarinnar frá fyrirhuguðu trúboði á Islandi.
Samdi hann þá ritgerðina, sem birtist hér á íslenzlcu, og lagði hana
fyrir trúboðsnefndina í Róm í september 1857. Ólafur hafði einkar