Saga - 1975, Qupperneq 235
ÓLAPS GUNNLAUGSSONAR
229
komið á fót í þessu landi, því að sama aðferð er ennþá að
mestu leyti nothæf. Hinir vitru, háttvirtu biskupar, sem
tógðu grunninn að kirkjunni á Norðurlöndum, og sá árang-
ur, sem þeir náðu, færa okkur reyndar heim sanninn um,
að þeir hafi hagað störfum sínum í samræmi við þarfir
hvers lands og haft til að bera djúpstæða þekkingu á eðli
hverrar þjóðar.
Á 9. öld fundu norrænir menn ísland og byggðu það.
Stjórnarfar það, sem þeir festu með sér, var höfðingja-
veldi með lýðréttindum (républicain-aristocratique).
Kristnin var gerð að ríkistrú á löggjafarþingi landsins (al-
þingi) árið 1000, einkum fyrir atbeina nokkurra verald-
iegra höfðingja, sem tekið höfðu þá trú erlendis. Þá hafði
landið enn ekki íslenzkan prest, og fyrstu biskuparnir, sem
áttu ekkert aðsetur, voru allir útlendingar, og dvöldust
flestir þeirra ekki nema nokkur ár í landinu.
Island er fjallaland, dalirnir eru stundum mjög fjarri
hver öðrum, og samgöngur eru afar erfiðar, fyrst og
fremst á veturna. Þorp finnast ekki (að undanskildum
nokkrum sjávarplássum), en næstum öll þjóðin býr á
hinum svokölluðu „sveitabæjum“: dreifðum bændabýlum,
urnluktum víðáttumiklum beitilöndum. Sérhver fjölskylda
býr þannig í einangrun.
Trúboðið, þ. e. a. s. bein áhrif prestanna á íbúana, var
uriklum takmörkunum háð vegna þess, hve prestarnir voru
fáir. En ókleift var að stunda trúboð á meðan klerkar í
landinu voru eingöngu útlendingar. Kristin trú var því
ekki á Islandi nema að nafninu til næstu hálfa öld, þangað
til fyrsti íslenzki biskupinn, Isleifur (vígður í Bremen
1056), gaf föðurleifð sína, jörðina Skálholt, undir fyrsta
biskupssetrið og settist þar að. Þar sem honum var ljóst,
hann gæti ekki boðað fagnaðarerindið með öðrum hætti
en fræðslu, tók hann til sín í Skálholt syni virðingarmanna
1 landinu. Kennslan var ekki eingöngu trúarleg, því að
flestir nemendanna áttu síðar eftir að gegna opinberum
störfum. Þeir, sem fengið höfðu köllun, voru vígðir prestar,