Saga - 1975, Side 236
230
ÁLITSGERÐ
og ennfremur hvatti biskupinn ungu prestana til að sigla
til höfuðstöðva kaþólskra fræða í útlöndum. Þessi tilraun
biskupsins til að sameina veraldlega og trúarlega fræðslu
tókst svo vel, að eftir fimmtíu ár voru næstum allir emb-
ættismenn landsins valdir úr Skálholtsskóla, og oft höfðu
þeir sjálfir hlotið hina minni vígslu. Fyrir atfylgi biskup-
anna og þessara manna, sem meðtekið höfðu anda kirkj-
unnar, þó að þeir væru leikmenn, læsti kristnin sig brátt
um líf þjóðarinnar, lög landsins og stofnanir. Þegar annað
biskupssetur var stofnað á Hólum, var einn af nemendum
Isleifs, Jón ögmundsson (vígður 1105) útnefndur biskup
hins nýja biskupsdæmis. Hann fylgdi sömu stefnu, og
meira að segja stóðu allmargir mjög áhrifamiklir leikmenn
fyrir útbreiðslu trúarinnar og trúfræðanna með því að
koma upp skólum eftir fyrirmynd biskupanna. Á þennan
hátt varð fjöldi lærðra manna brátt svo mikill, að Islend-
ingar gátu á 12. öld séð Norðmönnum fyrir nokkrum
biskupum, en Norðmenn virðast ekki hafa farið eins að.
Klaustrin (Benediktína- og Ágústínaklaustur; hið fyrsta
var stofnað 1133), sem voru tíu fyrir siðaskiptin, veittu
einnig mikilsverða kennslu í þjóðlegum og kaþólskum
fræðum á Islandi. Frá þessum klaustrum hefur komið
stór hluti miðaldabókmennta á Islandi, og geta þæi' enn
verið kirkjunni til mikils gagns á Norðurlöndum.
Við sjáum, að fyrstu biskuparnir létu sér nægja fi’a
byrjun að innræta hinar kaþólsku kennisetningar í strang-
asta skilningi. Einstökum guðræknisiðkunum, sem eru eins
og blómstur trúarlífsins án þess að vera skyldubundnar,
leyfðu þeir að vera í samræmi við hugarfar fólksins. Þann-
ig voru þrír íslenzkir biskupar, Jón ögmundsson, Þorlákui
og Guðmundur, taldir í tölu dýrlinga og þeir ákallaðu
o. s. frv. Auk þess var biskupunum sérstaklega annt um
að styrkja fjölskyldulífið, feðraveldið, helgi hjónabands-
ins o. s. frv. Þetta var einkar mikilvægt í landi, þar sem
fjölskyldunni var algjörlega falin öll frumkennsla (einS
og enn á okkar tímum), og vegna þess að sóknirnar voru