Saga - 1975, Page 239
ÓLAPS GUNNLAUGSSONAR
233
danska einveldinu og hélt því allt til ársins 1848. Á Islandi
hefur þessi eining verið við lýði allt til vorra daga, því að
þjóðin hefur enn ekki dregið ályktanir af mótmælenda-
trúnni.
Stjómin skildi mjög vel áhrifamátt kennslunnar, og
hún færði sér í nyt einokun í fræðslumálum og verzlun til
að tengja Island Danmörku og mótmælendatrú. Verzlunar-
einokunin, sem ekki var numin úr gildi fyrr en fyrir fá-
einum árum, lagði bann við því, að nokkur þjóð stundaði
verzlun hér á landi og var þannig mjög skaðleg efnalegri
velferð landsins. Fræðslan var skilyrðislaust sett undir
stjóm lútersku biskupanna. Þeir, sem ætluðu að verða
embættismenn, lærðu í skólum þeirra, á sama hátt og þeir,
sem hugðust verða mótmælendaprestar.
Nauðsynlegt var að nema við háskólann í Kaupmanna-
höfn til þess að geta orðið embættismaður. Enginn annar
háskóli gat veitt réttindi til að gegna opinberu starfi. Til
að laða íslenzka námsmenn til háskólanáms í Kaupmanna-
höfn veitti stjórnin þeim réttindi, sem þeir enn hafa: t. d.
drugga ferð til háskólans, uppihald, sem meta má á þúsund
fi'anka árlega. Þeir voru ennfremur undanþegnir innritun
°- s. frv.
Þrátt fyrir þetta fóru verðandi prestar á Islandi eftir
siðbótina ekki nema sársjaldan til háskólans í Kaupmanna-
höfn. Þeir létu sér nægja þá menntun, sem þeir fengu í
dómkirkj uskólunum í Skálholti og á Hólum, einkum vegna
Þess, að prestaköllin og afkoma klerka var orðin svo bág-
horin eftir gripdeildir í kirkjum, að sóknarpresturinn var
°ft fátækari en flestir bændur í sókn hans.
hessi andlega einangrun Islands hafði að minnsta kosti
eina bjarta hlið, því að hún kom í veg fyrir, að þangað
bærist guðleysi og skynsemistrú nágrannalandanna. 1
Skálholti og á Hólum voru ávallt einhverjar minjar um
haþólsku kirkjuna, og mótmælendaprestar á Islandi á
17- og 18. öld voru þrátt fyrir litla menntun a. m. k. guð-
hræddari en flestir prestar í öðrum löndum mótmælenda.