Saga - 1975, Blaðsíða 240
234
ÁLITSGERÐ
Það er af þessum sökum, sem varðveitzt hafa víðsvegar
á Islandi margs konar guðrækilegar venjur: bænir og
lestur úr uppbyggilegum bókum á kvöldin í skauti fjöl-
skyldunnar, bænir áður en lagt er upp í ferð, sjóferða-
bænir o. s. frv. Hættuleg störf strandþjóðar hafa ef til
vill einnig stuðlað að varðveizlu guðrækilegra siða úr
kaþólskri tíð.
Meðal þeirra kennisetninga, sem þjóðin hefur almennt
varðveitt þrátt fyrir óljósa trúfræði prestanna, ber að
nefna trúna á raunverulega návist í hinu heilaga altaris-
sakramenti (hin gamla kenning Lúters, sem nú er næstum
útdauð; flokkur einn, sem nefnist „Gamlir Lúterstrúar-
menn“, hefur reynt að lífga við þessa trú í Danmörku og
Noregi og eigi árangurslaust), trúna á guðdóm frelsara
vors Jesú Krists, frumsyndina og biblíuna sem orð guðs.
Það örlaði jafnvel á virðingu fyrir blessaðri Maríu mey.
Við eigum meira að segja frá 17. öld óð til blessaðrar Maríu
meyjar í sjö köflum eftir Brynjólf Sveinsson, hálærðan
lúterskan biskup í Skálholti. Skírnin fer ágætlega fram,
og foreldrunum er annt um að láta skíra börn sín eins
fljótt og auðið er. Önnur sakramenti eru gleymd. Sakra-
menti prestvígslunnar er ekki lengur til, og það fer ekki
á milli mála, að nú á dögum lítur fólkið á störf prestanna
eins og hvert annað embætti, sem stjórnin veitir. Ferm-
ingin er ekki lengur annað en opinbert próf, sem prest-
urinn heldur, með endurnýjun þeirra heita, sem skírnar-
vottarnir gáfu við skírnina. Hjónabandið er ekki lengu1
órjúfanlegt. Eigi að síður eru hjónaskilnaðir býsna sjald'
gæfir. Fólkið sækir einnig tíðum kirkju, venjulega á hverj-
um sunnudegi. Stundum þarf það jafnvel að fara tvæi
til þrjar jarðmílur. Ekki er unnið á sunnudögum nem^
í nokkrum sjávarplássum á vorin, þar sem fordæmi út-
lendinga hefur spillt íbúunum. Bændurnir hafa líka a
jafnaði guðrækilegt yfirbragð, og meðal þeirra verðui
aldrei vart skemmdaræðis í kirkjum að hætti sértruar-
manna. Foreldrarnir kenna börnunum trúfræði, og prest-