Saga - 1975, Síða 242
236
ÁLITSGERÐ
fjarlæga landi nema í einokun verzlunar og kennslu, hefur
persónufrelsi bændanna haldizt óskert. Af þessum sök-
um eru þeir mjög sjálfstæðar persónur, og má því gera sér
vonir um, að unnt verði að hafa áhrif á sannfæringu ein-
staklinganna með góðum árangri.
Þegar hugleitt er, með hvaða ráðum hægt er að endur-
reisa kirkjuna í þessu landi, viljum vér fyrst beina at-
hygli að því, að hún finni tilefni, sem opni henni leið inn
í landið og komi í veg fyrir, að yfirvöld beri fram áleitnar
spurningar og æsi fólkið upp gegn útlendu prestunum. 1
sjávarplássum á Islandi koma saman á vorin þrjú þúsund
franskir og flæmskir fiskimenn, og af ýmsum ástæðum
er nauðsynlegt að koma upp kapellu og senda presta til
þeirra tveggja hafna, þar sem þeir koma venjulega saman,
til þess að sjá um andlega þörf þessara fiskimanna, sem
allir eru kaþólskir. En siðferði þeirra er mjög bágborið,
og einnig þarf að koma í veg fyrir, að þeir valdi hneyksh
meðal fslendinga. Þetta fær prestinum örugga aðstöðu, a
meðan hann kynnir sér landsvæðið, þar sem hann á að
starfa.
En þess ber að geta, að áhrif útlendu prestanna a
prestana í norðri, og einkum á Islendinga, munu ávalh
verða mjög takmörkuð. Þeir munu allir eiga erfitt með
að skilja íslenzku, en framburður hennar og málfræði ex
mjög erfið og flókin, og líklega munu fæstir útlendu
prestarnir skilja málið nokkurn tíma nógu vel til að geta
predikað opinberlega án þess að þurfa að óttast, að dregi
verði dár að þeim.
Annars hefur sú reynsla þegar fengizt í hinu
umdæmi norðurheimskautsins, að þeir prestar,
hafa sig fram til trúboðsstarfa á þessu svæði, hafa a
ekki allir þá staðfestu og þolgæði, sem hvarvetna er nau
synleg, en fyrst og fremst í þessum löndum, þar senl
prestarnir hafa ekki vanizt aðstæðum og gert sér giel11
fyrir þörfum fólksins fyrr en að áratug liðnum.
Menntun innlendrar klerkastéttar er sem sagt eitt biy11
postulle£a
sem gefi^