Saga - 1975, Síða 244
238
ÁHTSGERÐ
fá fræðslu í veraldlegum gi’einum, en hún er þeim nauð-
synleg í samræmi við það starf, sem þeir velja sér. Slík
kaþólsk stofnun mun örugglega bera varanlegan árangur,
þó að ef til vill verði hann hægfara. Stofnunin verður brátt
voldug og þekkt í landinu, og kaþólsku prestarnir, sem i
senn eru eigendur og forstöðumenn menntastofnunar,
munu eiga auðveldara með að ávinna sér traust íbúanna.
Á Norðurlöndum, þar sem skynsemin má sín meir en til-
finningarnar, er yfirleitt nauðsynlegt að leggja mikla
áherzlu á skipulag stofnunar, sem gera á íbúum Norður-
landa (sem alltaf krefjast staðreynda) grein fyrir vísind-
um og lífi hinnar kaþólsku trúar.
Önnur afarmikilvæg aðferð til að hafa áhrif á íslenzku
þjóðina er að endurprenta kaþólskar bókmenntir. t>a<'1
gefur auga leið, að uppbyggilegar, erlendar bækur, sem
alls ekki eru alltaf vel þýddar, munu ekki gera sama gagu
og þjóðlegar, kaþólskar bókmenntir. Miklar bókmenntu
hafa sprottið af rótum kaþólskrar menningar á Islandi a
12., 13. og 14. öld. Mikill hluti þeirra hefur enn ekki verið
gefinn út og mun ef til vill glatast í söfnum á Norðurlönd-
um án þess að vinna málstað kirkjunnar gagn, ef ekki
verður brátt fundið ráð til að gefa þær út. Efni þeii'ia
er fjölbreytilegt: saga leikmanna og kirkju á Norðurlönd-
um, veraldlegur og trúarlegur skáldskapur, dýrlingasögui,
bækur um trúmál, lofsöngur um heilaga Maríu mey o. s. f1 v’
öll þessi bókmenntaverk voru flutt til Kaupmannahafna1
(og Uppsala) á 17. og 18. öld. Allmargir menntamenn
hafa gefið út nokkur verk, sem snerta veraldlega sögu
o. s. frv. En sá hluti, sem eingöngu er um kaþólskt efnn
hefur enn ekki verið gefinn út. Utgáfa þessara verka mun
verða íslenzku þjóðinni að miklu gagni. Islenzkt mál he
ekki breytzt síðan á 12. öld, þannig að sérhvert barn
Islandi getur skilið þessar bókmenntir. Á hinum Noi
löndunum hefur málið hins vegar breytzt svo mikið, ^
það er ekki á færi annarra en menntamanna að sv
hinar fornu íslenzku bókmenntir.