Saga - 1975, Page 245
ÓLAFS GUNNLAUGSSONAR
289
Þær hafa engu að síður haft mikil áhrif á viðhorf
menntamanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þar sem
þær eru einu heimildirnar um alla sögu Norðurlanda á
ttdðöldum, og þess ber að vænta, að útgáfa íslenzkra bók-
ftienntarita frá kaþólskum tíma muni eyða að miklu leyti
fordómum í öllum hinum noiTænu löndum.
Siðbótatíminn hefur opnað augu okkar fyrir því, að
beinar og tíðar samgöngur milli Islands og hins heilaga
stóls eru ákaflega mikilvægar. En þar sem frami og einka-
i'éttur til embætta, sem tengir Islendinga við háskólann í
Kaupmannahöfn, á drýgstan þátt í því að koma í veg fyrir
ferðir þeirra úr sjálfu ríkinu, er nauðsynlegt að gera allt,
sem frekast er unnt, til að greiða götu ungra manna (jafn-
vel þeirra, sem ekki ætla að gerast prestar) til náms í
Kóm, Munchen, svo að dæmi séu nefnd, og stofna ætti til
vísindalegra samskipta við kaþólsk lönd.
Á sama hátt og konungur Danmerkur beitti fyrir sig
þeim Islendingum, sem stundað höfðu nám við háskólann
1 Wittenberg, til að ryðja úr vegi kaþólsku kirkjunni í
landinu, er rétt að gera sér vonir um, að Islendingar, sem
^ara til náms við kaþólska háskóla, verði á einn eða annan
hátt gagnlegir málstað kirkjunnar í landi sínu.
Eg verð ennfremur að bæta því við, að þær fullyrðingar
Um sögu landsins o. s. frv., sem finnast í þessum ummæl-
URi um trúmál á Islandi, gæti ég, hvenær sem er, sannað
ú fullnægjandi hátt.
Ef hinu heilaga kardinálaráði þykir sjónarmið höfundar
verðskulda nokkra athygli, og hafi það hug á að fá nánari
upplýsingar um ráð til að hrinda þessum hugmyndum í
ívamkvæmd, mundi ég með ánægju leggja því máli lið,
ems og mér er frekast kostur, og það er einlæg löngun
uun að vinna kirkjunni gagn og landi mínu.
Yðar virðulegra herra auðmjúkur og hlýðinn þjónn.
ólafur Gunnlaugsson.
28. sept. 1857.