Saga - 1975, Page 248
242
LÝÐUR BJÖRNSSON
fræðiritum um 1600 og reyndar í landfræðiritum og ferðabókum
allt frá Pliniusi og Solinusi til Blefkens og þó lengur.1) Sunnlend-
ingi er fremur trúandi til að hafa tekið slík fræði góð og gild.
Varðandi könnun þá, sem höfundur Islandslýsingar kveðst hafa
gert á því, hvenær sólin snerti fyrst sjóndeildarhringinn (bls. 30),
skal vakin athygli á, að hvergi í íslandslýsingunni er tekið fram,
að aðeins bændur hafi verið spurðir, og gætu það þess vegna allt
eins hafa verið vermenn eða fiskkaupmenn, en af Ævisögu Jóns
Steingrímssonar2) má ráða, að margt slíkra manna kom af Norð-
urlandi á Landeyjasand um miðbik 18. aldar, og má svo vel hafa
verið um 1600. Margir Sunnlendingar lögðu og þangað leið sína,
svo að könnun af þessu tagi hefur ekki verið torveld. Við bætist, að
Sunnlendingur, sem stundað hafði nám við Skálholtsskóla eða var
á einhvem hátt tengdur Skálholtsstól, hefur átt auðvelt með að afla
slíkrar vitneskju með því að ræða við skólabræður sína af Vest-
fjörðum og Austfjörðum eða með því að taka þátt í visitaziuferð-
um Skálholtsbiskups eða staðgengils hans til þessara hluta biskups-
dæmisins. Þess má geta, að Gísli biskup Jónsson mun hafa sent
syni sína, Árna og Stefán, í slíka ferð til Austfjarða árið 1585.3)
Stefán var faðir Sigurðar þess, sem Burg taldi hafa ritað Islands-
lýsingu. Auk þessa lágu leiðir sunnlenzkra og norðlenzkra vennanna
saman á Suðumesjum, en frásagnir þaðan gætu bent til, að höf-
undur íslandslýsingar hafi haft spurnir af mönnum, sem voru
þar kunnugir. Fáir munu hafa farið í ver á Suðurnesjum af aust-
anverðu Norðurlandi.
1 riti sínu, Undur íslands,4) skýrir Gísli biskup Oddsson svo fi’a-
„En aftur við vetrarsólhvörf höfum vér hér um bil átta stunda
dag á Suðurlandi, eða minnst sjö, ef rökkur er talið með. Sólm
hverfur oss aldrei, eins og sumir segja, heldur lýsir hún eyju voia
á sjálfan vetrarsólstöðudag í nálega heilar þrjár stundir, þar sem
fjöll skyggja ekki á. Efnið segir sjálft, að svona sé þessu farið, og
lærðir landar vorir hafa tekið eftir því fyrir löngu; þetta finn eS
líka greinilega tekið fram í blöðum föður míns, sællar minningai,
sem einu sinni var stærðfræði-lærisveinn hins nafnfræga stjörnu
spekings Tyge Brahe’s og því kostgæfinn athugandi þessa efnis
samkvæmt grundvallarreglum stjörnufræðinnar; hann bætir þes®u
við í riti sínu, Autoschediasma (þ. e. Uppkast) um föðurlandi
„Samt skulum vér eigi hafna athugunum né útreikningum læiðia
manna, sem reynt hafa að sýna lengd og breidd þvert yfir ^s aU ’
því að eg held, að Pétri Appíanusi og öðrum, sem líkt hafa e 1
reikningi hans (um lengd samhliða-bauganna frá miðjarðarba
til Islands), hafi ekki skeikað mjög frá því rétta“ o. s. frv. í>e^ a
segir hann.“ Höfundur Undra íslands var sonur Odds biskups