Saga - 1975, Page 250
244
LÝÐUR BJÖRNSSON
undirlendið. Sama er að segja um að höfundur getur þess að hvíta-
birnir hafi gengið á land af hafís og verið drepnir „á vorum dög-
um“ (bls. 98).“
Hér fer dr. Jakob hratt yfir sögu og hirðir ekki um að tíunda
neitt af þeim hliðstæðu landfræðilegu atriðum, sem bent gætu til
Suðurlands. Á bls. 36 er því t. d. lýst, er ár teppast af fannfergi,
„þá fyllast ár og fljót á skömmum tíma af svo ótrúlegu fannfergi,
að rennsli þeirra tefst og hindrast, hversu straumhörð sem þau
eru, og þau flæða yfir bakka sína.“ Kemur þessi lýsing ekki illa
heim við atferli Þjórsár og Hvítár eystri, þótt hún geti líka vel
átt við norðlenzkar ár, einkum Blöndu. Greint- er frá jöklum á mið-
hálendinu og landslagi þar lýst á þann hátt, að slíkt gæti bent til
kynna höfundar af þessum landshluta af eigin raun. Höfundur Is-
landslýsingar kveður jökla fara vaxandi, en um slíka hluti var
Sunnlendingur í mun betri aðstöðu að dæma, enda eru jöklar mun
nær byggð syðra. Hinir stóru jöklar miðhálendisins eru svo langt
frá byggð í Norðlendingafjórðungi, að vafasamt verður að telja,
að íbúar þess landshluta hafi fylgzt með framskriði þeirra. Sama
gildir líka um smájöklana á hálendinu milli Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar, en þeir hafa vafalaust verið mun minni um 1600 en nu
og jafnvel líka færri. Aftur á móti liggja sporðar Sólheima-, Skeið-
arár- og Breiðamerkurjökuls svo nærri alfaraleið, að ferðamenn
og íbúar nærsveita hljóta að hafa fylgzt vel með framskriði þeirra.
Frásagnir af skriðuföllum og snjóflóðum gat maður, tengdur Skál-
holti, haft af Austfjörðum eða Vestfjörðum, en fráleitt hefði kunn-
ugur maður fremur tengt skriðuföll við sumar en aðrar árstíðn,
enda er það ekki ótvírætt gert í íslandslýsingu. Til Norðurlands
kynni að benda, að tekið er dæmi af skriðu þeirri, sem eyddi Skíða-
staði í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, en á sömu síðu (bls. 95) er Hka
allnákvæm lýsing á skógareldi á Suðurlandi og virðist hún helzt
rituð af sjónarvotti; lýst er tildrögum, spjöllum á skóginum og hve
lengi eldurinn geisaði. Frásagnir af drápi bjarndýra eru svo al-
menns eðlis, að þær geta hafa verið skrásettar hvar sem er á landinu-
4) „Nokkur smáatriði sem benda til Norðurlands: Getið er u®
að fiskbein séu höfð til eldsneytis í Grímsey (bls. 94). Rætt er um
fuglabjörg við sjó, einkum í eyjum, og bjargsig til fuglatekju og
eggja (bls. 107—108). Lýst er silungsveiði á dorg niður um ís a
vötnum (bls. 108). Sagt er frá verferðum Norðlendinga til Suðui
og Vesturlands, erfiðum ferðalögum þeirra á vetrum í háskasömum
veðrum. Til dæmis er sagt að um Pálsmessu árið 1588 hafi „margu
af þessum .... norðlenzku útróðrarmönnum vorum“ orðið úti 1
ofsaveðri, en aðra kalið til skemmda (bls. 109).“
Ekkert þeirra atriða, sem dr. Jakob telur upp í síðustu ma