Saga - 1975, Qupperneq 251
HÖFUNDUR QUALISCUNQUE 245
grein, þarf að benda til þess, að Norðlendingur hafi ritað íslands-
lýsingu. Grímsey er líka til á Steingrímsfirði. Þar var býli á fyrri
öldum og eign Skálholtsstóls. Kvartað er um skort á eldiviði þar,
þegar Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var
gerð 1706, en það á reyndar líka við um Grímsey í Eyjafjarðar-
sýslu.B) Á bls. 94 í íslandslýsingu er þess getið, að slíkt eldsneyti
kunni að vera notað á nokkrum aðliggjandi eyjum við Grímsey. Getur
þetta vart talizt bera vott um, að höfundur hafi búið í grennd við
eyju þessa, enda verður naumast nokkur byggð eyja talin aðliggjandi
við Grímsey, hvort sem miðað er við þá á Steingrímsfirði eða þá
norður af Gjögrum. Helzt kæmi til álita bærinn Eyjar í Kald-
rananeshreppi. Fiskbein voru um 1700 notuð sem eldiviður
1 Flatey á Skjálfanda og um 1750 á Vestfjörðum og þá væntan-
lega ekki sízt í eyjum, enda var þar minnst um tað og mó. Aftur
á móti var lyng notað sem eldiviður um 1700 í Hrísey, og Málm-
eyjarbóndi keypti mó af bændum á landjörðum.6) Frásagnir af
bjargsigi og fuglatekju í eyjum má ekki síður heimfæra á Vest-
mannaeyjar en á Drangey og Grímsey fyrir Norðurlandi. Silungs-
veiði á dorg var um 1700 stunduð á vetrum í Þingvallavatni af íbúum
Þingvallasveitar.7) Eðlilegt er, að norðlenzkir vermenn séu teknir
sem dæmi um vermenn, sem sækja þurfi um langan veg og hættuleg-
an til verstöðvanna, en líklega hefði Norðlendingur látið nægja að
auðkenna norðlenzka vermenn með orðunum vermenn vorir. Eðlilegra
væri, að rætt hefði verið um norðlenzka vermenn á einhverjum þeim
stað, þar sem nauðsyn bar til að aðgreina þá frá vermönnum úr
°ðrum landshlutum, t. d. við Faxaflóa eða um Suðurnes. Á Álfta-
uesi voru vermenn aðgreindir í norðanmenn og austanmenn á of-
anverðri 19. öld og slík aðgreining sögð gömul.8)
5) „Dæmi sem benda á sérstakan kunnugleik í Þingeyjarsýslu:
Lýst er hver í grennd við Húsavík (sýnilega Uxahver) ; tilfærð frá-
s°gn sjónarvotts sem kastaði í hann nautslöppum, en hverinn spýtti
UPP aftur beinunum einum (bls. 50—51). All-ýtarleg lýsing er á
^rennisteinstekju norðanlands, erfiði landsmanna við brennisteins-
gröft og hörku kaupmanna við þá (bls. 135—36). Enn fremur er
ftúnnzt á brennisteinsnámumar í grennd við Mývatn (bls. 54), og
Sreinileg lýsing er á þurrabaðinu skammt frá Keykjahlíð (bls. 51).“
Rétt er, að hér kemur fram allgóð þekking á náttúrufyrirbærum
°g atvinnuháttum í Þingeyjarsýslu. Þessi atriði eru þó öll utan eitt
Sv° tengd Mývatni, að það eitt nægir til skýringar að gera ráð
^yrir því, að höfundur hafi komið til Mývatns eða haft tal af mönn-
Uln> sem það höfðu gert. Vitað er, að Skálholtsbiskupar ásamt
ylgdarliði lögðu oft leið sína um Sprengisand, þegar þeir fóru í
Vlsitaziuferðir til Austfjarða, enda hefur það verið mun styttra