Saga - 1975, Síða 253
HÖFUNDUR QUALISCUNQUE
247
fjalla var rutt burt með slíkum hraða, að þeir bráðnuðu ekki, held-
ur þeyttust niður á nærligg-j andi jarðir ásamt hvers kyns aur og
sora, enda þótt þeir hefðu blandazt þessum glóandi efnum neðan
úr undirdjúpunum." Lýsing þessi á eldgosi og jökulhlaupi virðist
gefin af sjónarvotti, og bendir það til, að Sunnlendingur haldi á
pennanum. Ónákvæmni í lýsingu á Ileklu og nágrenni hennar gefur
það eitt til kynna, að höfundur hafi ekki komið á þá bæi, sem næst
liggja fjallinu, og getur hann þrátt fyrir það hafa búið í Rang-
árvallasýslu.
’í'mislegt fleira má tína til, t. d. frásagnir af akuryrkju á Suð-
urlandi og hvanngörðum þar, lýsingar á háttemi farfugla á Reykja-
nesi, og sú staðreynd, að ýmsar fuglategundir, sem verið hafa væg-
ast sagt heldur fátíðar á Norðurlandi, a. m. k. á síðari öldum, eru
taldar meðal íslenzkra fugla. Af slíkum fuglategundum má nefna
geirfugl og hegra, en höfundur íslandslýsingar gefur eftirfarandi
iýsingu á geirfuglaveiðum (bls. 106—107): „Þegar fiskimenn fara
þangað (þ. e. í nokkrar eyjar við Island, innskot greinarhöfundar)
til fuglatekju, verða þeir fyrir árásum fugla þessara, sem ráðast
á komumenn í þéttri fylkingu og með feiknakrafti og troða þá
niður, nema mennirnir sjái við árásinni með því að drepa nokkra
hina fremstu í fylkingunni. Þá snúa hinir frá og leggja á flótta,
°g er þá fyrirhafnarlítið að taka þá á undanhaldinu.“ Lýsing þessi
er mjög lík lýsingu í riti eftir Gísla Oddsson, son Odds biskups,
°g virðist sú lýsing miðuð við veiðar í Geirfuglaskerjum við Vest-
Wannaeyjar, enda tekur höfundur fram, að skerin séu nálæg eyj-
unum, og hann vitnar til Vestmannaeyinga um önnur atriði við-
víkjandi fuglum og kveðst hafa haft af þeim nákvæmar spurnir
tar að lútandi.11) Gísli fæddist í Skálholti, stundaði nám við Skál-
holtsskóla, gegndi prestsþjónustu í Stafholti og Holti undir Eyja-
fjöllum, en gerðist síðan aðstoðarmaður föður síns og eftirmaður
hans á biskupsstóli.12)
Tvo atriði skulu enn nefnd. Höfundur íslandslýsingar lýsir lax-
veiði í laxakistur (bls. 108) og nefnir ölkeldur og lýsir reyndar
einni slíkri (bls. 53—54), þótt hann fari þar augljóslega eftir
annarra sögn. Laxakistur virðast á ofanverðri 18. öld13) aðeins hafa
verið notaðar við veiðar í Elliðaám og e. t. v. nærliggjandi ám, en
vafasamt verður að telja, að notkun svo afkastamikils veiðitækis
hefði lagzt niður nyrðra, ef hún hefði á annað borð komizt á þar.
Olkeldur virðast engar vera á Norðurlandi.14) Þess er ennfremur
getið, að á einum stað á Suðurlandi sé notað hey í eldivið (bls. 94).
Ekki er Ijóst, hvort hér er höfðað til moðsuðu eða hvort átt er við,
að hlaupið hafi verið í kvistmýrina til að afla eldiviðar á vorin,
tegar sneiðast fór um tað og kúamykju, eins og greint er frá í