Saga - 1975, Blaðsíða 255
HÖFUNDUR QUALISCUNQUE
249
129—131) gagnvart dansi stingur í stúf við viðhorf hinna fyrstu
biskupa í lúterskum sið, t. d. Guðbrands. Oddur bannar vökunætur
með Kýraugastaðasamþykkt, og í synódaliu frá 1601 er tekið fram,
að hóflegur gleðskapur sé líðanlegur, þó ei sé leyfður, og kemur
þetta ekki vel heim við álit höfundar ritsins.18)
Niðurstöður verða þær, að könnun á landfræðiefni í íslandslýs-
ingu skeri ekki úr um, hvort höfundur hennar hafi verið Norðlend-
ingur eða Sunnlendingur, en ónákvæmni virðist meiri, þegar höf-
undur fjallar um atriði tengd Norðurlandi (aðliggjandi eyjar við
Grímsey, ef um er að ræða Grímsey norður af Gjögrum, útilegu-
mannabyggð við Uxahver og sólargang í skammdegi). Sigurður Stef-
ánsson kemur ekki síður til greina sem höfundur en Oddur Ein-
arsson, enda kunnugur á Suðurlandi, t. d. á Rangárvöllum, í ná-
grenni Sólheimajökuls og Vestmannaeyja, og tengdur Skálholti.
Sigurður hafði áhuga á álfum, svipum og landafræði, ritaði um
álfa og svipi og teiknaði kort af norðurhöfum, sem dr. Sigurður
Þórarinsson kveður í greinarkomi um landafræði íslandslýsingar,
sem prentuð er í útgáfu Menningarsjóðs af ritinu (bls. 18—25,
einkum bls. 19) sýna mjög hinar sömu hugmyndir um landaskipan
°g fram koma í ritinu. Höfundur Islandslýsingar hefur ekki lokið
yið ritið og gæti því hafa fallið frá áður en hann fékk komið því
1 verk. Sigurður dó 1595, en íslandslýsing eða a. m. k. síðasti hluti
bennar hefur verið ritaður eftir 1592.
Hér að framan hafa verið færð a. m. k. jafnsterk rök fyrir því,
að Sigurður Stefánsson hafi ritað verk það, sem hér hefur verið
nefnt íslandslýsing, og færð hafa verið fyrir því, að Oddur Ein-
arsson hafi unnið það verk. Fleiri kunna þó að koma til greina.
Oddur Eiríksson á Fitjum mun t. d. hafa ritað Islandslýsingu, sem
nú mun glötuð.19) Játað skal, að Oddur hlýtur að hafa aflað sér
Wauðsynlegrar þekkingar á landafræði Suðurlands fljótlega eftir
að hann varð Skálholtsbiskup, en það skýrir ekki villur og óná-
kvaamni í landafræði Norðurlands. Skammt var og á milli þeirra
Sigurðar og Odds á árunum 1594—1595, annar Skálholtsbiskup
6n hinn rektor Skálholtsskóla. Ekki verða heldur færð ótvíræð rök
bví, að Sigurður hafi ritað bókina, og fer því bezt á því, að höf-
Ulldur hennar verði talinn ókunnur.
Reykjavík, 14. marz 1975.
1)
bls.
2)
TILVITNANIR:
Island í erlendum miðaldaheimildum fyrir 1200, Saga, II. bindi
456—457, Glöggt er gests augað, bls. 40.
Ævisaga Jóns Steingrímssonar (Rvík 1945), bls. 51-63, 73-84.