Saga - 1975, Síða 257
Ritfregnir
SAGA ÍSLANDS I. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðar-
nefndar 1974. Ritstjóri Signrður Líndal. Hið íslenzka
bókmenntafélag. Sögufélagið. Reykjavík 1974. 306 bls.
Rétt fyrir jól á sjálfu þjóðhátíðarárinu kom á markaðinn I. bindi
hinnar umtöluðu Islandssögu Þjóðhátíðarnefndar. Hér er um veg-
lega bók að ræða. Hún er á flestan hátt vönduð, snyrtilega hönnuð
°g prýðilega myndskreytt. Prentvillur eru mjög fáar, en á einum
stað hefur umbrot ruglazt (bls. 32—33).
Aðdragandi að útkomu þessa bindis varð langur, en síðasta spöl-
Wn hélt Sigurður Líndal um stjórnvölinn af festu og röggsemi.
Sjálfur varð hann meira að segja að hlaupa í skarðið og skrifa
hætti, sem aðrir höfðu ekki fengizt til að skrifa. Það má því þakka
Sigurði það öðrum fremur, að bindið skyldi komast út á tilsettu ári.
Ekki mun liggja ljóst fyrir, hversu mörg bindi þetta verk á að
verða. Svo er að sjá sem áætlanir um þau efni hafi verið lauslega
®ótaðar frá upphafi, en nú (1975) eru liðin a. m. k. fjögur ár síð-
8-n flestir höfundar voru ráðnir til að rita einstaka þætti, einnig
1 hin óútkomnu bindi, og mun þeim þá hafa verið settur skammur
skilafrestur. Sumir, sem beðnir voru, munu þá ekki hafa talið sig
Seta skilað þáttum á svo skömmum tíma, og voru þá aðrir fengnir.
Höfundarnir verða samtals býsna margir, vafalítið helzt til margir,
og þó er athyglisvert og raunar undarlegt, að meðal þeirra verða
næsta fáir af kennurum í sögu þjóðarinnar við Háskóla Islands.
formála Sigurðar Líndals fyrir I. bindinu er m. a. gerð grein
íyrir vinnubrögðum við bindið. Þar er hins vegar ekki fjallað um
Ularkmið verksins í heild, og verður það að teljast miður farið.
hannig er dálítið óljóst, hvort útgefendur hafa miðað undirbúning
við að um alþýðlegt verk yrði að ræða eða við að það mætti nota
kennslu, t. d. á háskólastigi. Sennilega verður reynslan að skera
Ur iffli þetta.
Pimm menn skrifa í I. bindið, sem á að ná til aldamótanna 1100.
Drleitt gera þeir ekki grein fyrir því í upphafi kafla sinna eða
Patta, hvaða úrlausnarefni þeir ætli að glíma við, enda verður nið-
ll, staðan sú, að helzt til víða er höfð viðkoma, en það á þó ekki við
Urtl aHa höfundana. Mikið er um endurtekningar af ýmsu tæi, og