Saga - 1975, Qupperneq 258
252
RITFREGNIR
hefur ritstjóri þó reynt að hafa einhvern hemil á slíku. Hér skulu
nefnd dæmi. Rætt er um kornrækt í sambandi við veðurfar á bls.
40 (Sigurður Þórarinsson) og dálítið aftur í sambandi við forn-
leifafræði á bls. 117—18 (Kristján Eldjárn), en ekki er sérstak-
lega fjallað um kornræktina í sambandi við aðrar búskapargreinar.
Rætt er um uppruna landnámsmanna á bls. 103—06 (Kristján Eld-
járn) og á bls. 159—62 (Jakob Benediktsson). Vikið er að byggð innar-
lega í landinu á bls. 41—42 (Sigurður Þórarinsson), 115 (Kristján
Eldjárn) og 165 (Jakob Benediktsson). Þá fjalla þeir Kristján og
Jakob um hof með nokkuð mismunandi hætti á bls. 111—12 og 172
—73. Fleiri dæmi mætti nefna, en þessi sýna, að sá háttur að láta
fleiri en einn mann rita um svipuð eða náskyld efni á sama tíma-
bili þjóðarsögunnar hlýtur að leiða til óþarfra endurtekninga. Að-
ferðin leiðir til þess, að efni, sem rökrétt væri að fjalla um í sam-
hengi, skiljast að og lenda á dreifing, og mikilvægir efnisflokkar
geta jafnvel orðið með öllu útundan. T. d. er í bindinu óeðlilega lítið
fjallað um sögu 11. aldar, nema kirkjusöguna.
Yfirleitt líkist bindið of mikið ritgerðasafni. Þar af leiðir, að
lesandinn fær alloft minna að vita en t. d. við lestur Islendingasögu
Jóns Jóhannessonar, sem þó er styttri að því er varðar þetta tímabil-
Nú skal vikið að einstökum höfundum og köflum þeirra. UpP'
hafsþáttur Þorleifs Einarssonar um jarðsögu Islands er vel afmark-
aður í tíma, skýr og skipulegur og ekki of langur. Þessi þáttur virð-
ist falla prýðilega að öðru efni bókarinnar. Það stingur í augu að
aftan við þáttinn er ekki heimildaskrá, eins og aftan við hina þætt-
ina. Úr því hefði auðvitað mátt bæta á auðveldan hátt.
Sigurður Þórarinsson ritar næsta þátt, sem fjallar um sambúð
lands og lýðs í ellefu aldir. Þátturinn er mjög léttilega og skemmti-
lega saminn og því ákaflega læsilegur. Myndskreyting hans er ser-
staklega vel heppnuð. Tímaafmörkun þessa þáttar er með þeim
hætti, að hann tekur til allrar Islandssögunnar, eins og kemur fram
í fyrirsögn hans, og fer hann að því leyti mjög í bága við alla aðra
kaflaskipun, sem byggist á tímaröð, og má því segja, að óvíst se,
hvort þátturinn eigi fremur heima í þessu bindi en einhverju hinna
síðari binda. Hér og þar má finna ýmsa ónákvæmni hjá Sigurði,
og hefði mátt komast hjá slíku. Bls. 84 segir að mannskæðasti Jar®'
skjálfti, sem sögur fari af hér, hafi orðið 1211, en í töflu á bls. 8
er skjálfti árið 1164 talinn enn mannskæðari. Þá virðist því haldi
fram (bls. 86) að Skálholt hafi lagzt af sem biskupssetur eingöngu
vegna jarðskálftanna 1784, en það er ekki rétt. Sigurður birtir a
bls. 94 línurit um ístíma, hæð hjarnmarka, meðalhæð karla, fólks
fjölda og tölu hungursára, allt án nokkurra fyrirvara um sann
leiksgildi línuritanna, en vægast sagt hefði verið þörf á miklurn