Saga - 1975, Qupperneq 259
RITFREGNIR 253
fyrirvörum, þar eð flest þessi línurit eru byggð á umdeildum og
ótraustum grunni.
Þáttur Kristjáns Eldjárns nefnist Fornþjóð og minjar. Stíll Krist-
jáns er jafnan skemmtilegur og læsilegur, og tök hans á efninu,
eins og það er lagt upp, eru yfirleitt til fyrirmyndar. í þættinum
er megináherzla lögð á fornleifar, líkt og Sigurður Þórarinsson
gengur út frá náttúrufræði í næsta þætti á undan, en Kristján af-
markar sitt svið þó mun betur í tíma. Hér skal nú minnt á það,
að sú saga, sem segja má með tilstyrk náttúrufræðilegra rannsókn-
araðferða og fomleifafræði getur ekki verið öll sagan, enda þótt
þessar greinar komi auðvitað sífellt að mjög góðu haldi sem hjálp-
argreinar sagnfræðinnar. Kristján notar orðin fornþjóð og forn-
öld um elztu kynslóðir og elztu sögu þjóðarinnar. Þetta samræmist
ekki venjum innan sagnfræðinnar, því að þar er ætíð gert ráð fyrir
að fomöld hafi lokið um 400 eftir Krists burð og miðaldir tekið við.
Sagnfræðingar telja því að öll elzta saga íslendinga frá landnámi
hafi gerzt á miðöldum.
Landnám og upphaf allsherjarríkis nefnist þáttur sá, sem Jakob
Benediktsson ritar. Þessi bókarhluti er mjög skipulega saminn og
vel afmarkaður í tíma. Sérstaklega má segja Jakobi til hróss, að
hann kemst afar vel frá því að fjalla um ýmis umdeild efni, t. d.
er undirkaflinn Heiðinn siður og kristin áhrif gott dæmi um víð-
sýni og næman skilning gagnmenntaðs 20. aldar-fræðimanns á vand-
Weðförnu efni. Hins vegar hefur ekki tekizt allskostar vel að skilja
efni Jakobs að frá öðrum bókarþáttum, og má nefna, að undirkafl-
Ir® um landafundi hefði einhvern veginn átt að vera tengdur kafla
skömmu aftar, hjá Sigurði Líndal, um samgöngur við önnur lönd.
Fimmta þátt bókarinnar, um Island og umheiminn, ritar Sig-
urður Líndal. Þessi stutti þáttur er á margan hátt gagnlegur. Sjötta
°& síðasta þátt bókar ritar Sigurður einnig, og er þar fjallað um
uPphaf kristni og kirkju. Þessi þáttur er einn hinn bezti í ritinu,
skrifaður af mjög góðri sagnfræðilegri yfirsýn og prýðilegri þekk-
lngu. Sigurði tekst sérstaklega vel upp, þegar hann skyggnist út
fyrir landsteinana, og má t. d. hiklaust fullyrða, að síðasti undir-
haflinn, Trúarlíf, sé mjög vel heppnuð nýjung í riti um íslands-
Sogu. Þá þykir undirrituðum pistill Sigurðar um kristnitökuna góð-
Ur> en hann hallast bersýnilega að því, að henni til grundvallar hafi
a. legið pólitískar forsendur, og hann gerir ekki of mikið úr
týðingu hennar fyrir landslýðinn um aldamótin 1000. Hin síðari
ar hefur e. t. v. fullmikið verið ritað um kristnitökuna, en Sigurði
fekst alveg að ræða þessi mál án þess að lenda úr jafnvægi. Stíll
Sigurðar er yfirleitt lipur, en fáorður getur hann ekki talizt. Hann
^PPnist eflaust á flesta hluti, sem unnt er að fara fram á með sann-