Saga - 1975, Page 260
254
RITFREGNIR
girni að hann fjalli um, en þó virðist svo sem hann hefði mátt ræða
eitthvað sérstaklega um hálfkirkjur og bænhús, sem vafalítið gegndu
veigamiklu hlutverki meðal íslenzkra kirkjubygginga á fyrstu öldum
kristninnar í landinu.
1 heild má margt gott segja um þetta I. bindi þjóðhátíðarsögunn-
ar, en einn helzti kostur bókarinnar er líklega sá, að þar eru birtar
í samþjöppuðu formi ýmsar nýjar eða nýlegar niðurstöður rann-
sókna, t. d. í náttúrufræði og fornleifafræði, sem ekki er að finna
í öðrum yfirlitsritum um þjóðarsöguna, en skipta hana þó miklu
máli. Hins vegar verður að segja, að líklega hefði mátt stytta bindið
í heild talsvert án þess að merk efnisatriði hefðu farið forgörðum.
Bjöm Teitsson.
SAGA ISLANDS II. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðar-
nefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Lindal. Hið íslenzka
bókmenntafélag. Sögufélagið. Reykjavík 1975. 336 bls.
Sagan er huglæg fræðigrein. Hún þarfnast því jöfnum höndum
sérlærðra sagnfræðinga og þeirra manna með aðra mennt sem
skyggnir eru á atburðarás og tekst að láta hið liðna endurrísa tru-
verðugt að tilteknu leyti. Veita ber Þjóðhátíðarnefnd og ritstjóra
traustsyfirlýsingu og þakka, að hún tók til við útgáfu landssög-
unnar í svo mikilli efnisbreidd sem gert er og með samvinnu áður
lítt tengdra vísindagreina. Vel er að verki staðið af þeim höfund-
um öllum senn, sem í 2. bd. hafa sniðið þannig bálka sína, sex að
tölu, að þeir falli inn í heildarmyndina; ég fæst eigi um smæi'1'1
sundurvirk atriði. — Undir lesendum er svo komið hvernig þellT1
gengur að tengja í hug sér menningarsöguna úr bálkum um bók-
menntir landsins, almenna lifnaðarhætti, myndlist og tónmennta-
sögu auk stjórnmála og atvinnusögu.
Þó ekki væri nema vegna huglægni sögufræðanna (stundum tíma-
bundinna nýrri stjórnmála) hljóta kenningar og framsetning 3
úreldast. Upphafsmönnum mynstra og kenninga er engin minnkun
að því að hafa fyrnst með tímanum, breyst í einn af vitnisbuið-
unum um aldarfar síns tíma, séu þeir ekki slæmir aldarfarsfu
trúar að yngri sögunnar dómi. Aðferð þröngrar sagnfræði við a
velja stranglega úr skráðum vitnisburðum og telja söguna ekkei
vera nema þá punktana sem fyrir vali urðu er minna huglæg’l P
fær hún oft ekki varist betur úreldingu en hin nálgunin gerir.
þessu skal álykta tvennt:
Samning Islandssögu af þeirri stærð sem ritfregnin ræðir vai'
orðin meira en tímabær og heimtingu eiga söguiðkendur á þvl a