Saga - 1975, Qupperneq 264
258
RITFREGNIR
ur sem verða á um þær sem bókmenntir, kemur ekki fyrr en í 3.
bd. samferða Fornaldarsögum Norðurlanda, heilagra manna sögum
varðandi 12.—13. öld, riddarasögum o. fl. erlendum efnum. Þó dável
sé kunnugt hverjar af íslendingasögum eru eldri en Landnáma-
gerð Styrmis ábóta sem lést 1245, má ætla að núverandi gerð mikils
þorra sagna í þeirri listgrein sé yngri en 1250, tilheyri samtíðar-
lega séð 3. bindinu, hvað sem líði snertipunktum við söguöld 930—
1060. Enga beina umfjöllun fengu Islendingasögur heldur 1942 í
Isl. menningu, svo menn skulu ekki kvarta. Gott var hitt að ekki
var eins hagað röðun í 2. bd. og 1974 í Norges litteraturhistorie I
og Den norröne poesien, þ. e. skáldakvæði og eddukvæði tveggja
landa, sett í aldurs- og tegundaröð bókmenntanna á eftir öðrum 12.
—13. aldar ritum; það gera Norðmenn mest með skírskotun til þess
hve flest handrit með kvæðum eru ung. Gegn rengingu á inntaki
og uppruna kvæða dugir enn fullvissun Snorra í formála: „En
kvæðin þykkja mér síst úr stað færð ef þau eru rétt kveðin og
skynsamlega upp tekin.“ Þess vegna eru þættir J. K. um drótt-
kvæði og svo um konungasögur meðal kjarnanna í 114 s. bálki hans.
Og vel gert. Þá er kafli um Lærdómsöld, þ. e. 12. öldina (lög, íslend-
ingabók og Landnámu, þýðingar helgar, fjölfræði og erlenda
strauma) og annar um sögur biskupa og Sturlungusafnsins.
Er það ekki þversögn að þessar þjóðlegustu sköpunaraldir sem
landið hefur eignast skuli hafa að meginhlut framleitt bókmenntir
um það sem gerðist utan lands (eddur, dróttkvæði, rit tengd kon-
ungum, þorri fjölfræðinnar) eða um staðgengla erkibiskupslegs
valds í landinu? Landnámssögur Jósúabókar og Landnámu gátu
verið skyldar að einhverju leyti og ekki var Ari án góðra miðalda-
fyrirmynda á latínu. Satt er auðvitað að þegar menn íslenska al-
þýðusmekksins „fengu ritlistina settust þeir ekki við að yrkja lotu-
langa ljóðaflokka um garpa fornaldar líkt og frakknesk skáld gerðu
um sömu mundir, heldur skráðu þeir í lausu máli frásagnir fra
fyrstu tímum landsbyggðarinnar“ (orð J. K., s. 166). En getur
nokkur nútíðarmaður varist þeirri hugsun að bókmenntagáfa eyj'
arskeggja þessara hefði aldrei vaknað nema af því hve sterkan
hug þeir höfðu á næstu löndum og á nýjum sem gömlum tengslum
við þau? — Þetta að sjaldan séu nýjar menningardáðir drýgðar
án erlendra áhrifa er allt annað en að tala um að bein eftiröpun
hafi miklu ráðið.
Þetta sem síðast var drepið á snertir síst minna þá fjóra bálka
bindis sem ég á eftir að nefna, Myndlist á landnáms- og þl°
veldisöld, eftir Bjöm Th. Bjömsson, Tónmenntasögu, eftir H<i
grím Helgason, Almenna þjóðhætti, eftir Áma Bjömsson og 1111