Saga - 1975, Side 277
RITFREGNIR
271
spjall. Enginn vafi getur leikið á því, að langmerkasta ritgerðin
í bókinni er eftir Lýð Björnsson, og fjallar um sögu Innréttinga
Skúla fógeta. Lýður varpar nýju ljósi á ýmsa þætti í sögu þessa
merka fyrirtækis, og tekur aðra til rækilegs endurmats. Sem dæmi
má nefna, að hér kemur í fyrsta skipti fram, svo ég viti til, að í
Reykjavík var smíðað haffært skip til fiskveiða og vöruflutninga
um miðja 18. öld. Einnig kemur skýrt fram, að ýmsar stofnanir
Innréttinganna störfuðu af mun meiri krafti en áður hefur verið
talið. Síðast en ekki sízt ber þess að geta, að hér er leitazt við að
taka fjárhagslega afkomu Innréttinganna til endurmats. Fram
til þessa hefur jafnan verið talið, að verulegt tap hafi verið á
rekstri Innréttinganna, og það hafi valdið því, hve skamman tíma
þær störfuðu. Lýður Björnsson leiðir rök að hinu gagnstæða. Mörg
fyrirtæki Innréttinganna báru sig allvel. Tapið á pappírnum staf-
aði fyrst og fremst af því að afskriftir voru ekki reiknaðar af
stofnkostnaði.
Fleiri mjög athyglisverðar ritgerðir eru í bókinni. Þorkell Gríms-
son ritar um fornleifauppgröft á hugsanlegu bæjarstæði Ingólfs
Arnarsonar. Þar kemur margt skemmtilegt í ljós, sem ekki hefur
Verið skýrt frá áður. Á undanförnum árum hafa menn gægzt for-
vitnir inn fyrir girðingarnar og virt fyrir sér fornleifafræðingana,
sem starfað hafa við Suðurgötuna. Fáir hafa þó getað gert sér grein
fyrir því, hvað var raunverulega um að vera, og enn færri hafa
getað fræðzt að nokkru ráði af fréttum fjölmiðla af uppgreftrin-
UM. Þeir, sem áhuga hafa, geta hins vegar orðið margs vísari af
ritgerð Þorkels.
Helgi Þorláksson skrifar um Hólmsverzlun og Ólafur R. Einars-
s°n um upphaf reykvískrar verkalýðsbaráttu. Báðar þessar rit-
gerðir eru fróðlegar og vel ritaðar. Ólafur Ragnar Grímsson ritar
Urn þróun Reykjavíkur sem miðstöðvar íslenzka stjómkerfisins.
Það er athyglisverð ritgerð um furðulegt fyrirbæri: hvernig Reykja-
vik varð á einum mannsaldri allt í öllu á þessu landi, kaffærði bók-
staflega alla aðra landshluta. Skúli Þórðarson magister ritar um
stjórn og skipulag fátækramála í Reykjavík og er það hin ágæt-
asta samantekt á málefni, sem lítill gaumur hefur verið gefinn
fram til þessa. Enn skal geta ritgerðar Helga Skúla Kjartansson-
ar um aðflutninga til Reykjavíkur. Sú ritgerð er ekki skemmtileg,
u þess er alltof mikið af tölum í henni, en hins vegar er hún afar
roðleg. Þar er raunar að nokkru komið að sama efni og Ólafur
agnar Grímsson fjallar um, þótt frá öðru sjónarhomi sé: Hvernig
■!t/’ð á því, að stór hluti þjóðarinnar yfirgaf skyndilega ætt og
0 Og fluttist í stórum hópum til Reykjavíkur? Ritgerð Helga
er agæt svo langt sem hún nær, en enn er eftir að vinna svo mikið