Saga - 1979, Blaðsíða 14
12
ANNA AGNARSDÓTTIR
tengslum við bresku ríkisstjórnina, varð t.d. meðlimur
Trúnaðarráðs konungs (Privy Couneil) 1797 og sérfræð-
ingur ríkisstjórnarinnar í málefnum Islands.1) Það er því
einkar trúlegt, að þeir Cochrane og Anker hafi ráðfært sig
við hann, eins og Cochrane skýrir frá.
Frásögn Cochranes kemur ennfremur í flestu heim við
atburðarás sögunnar bæði í Danmörku og á Islandi. Móðu-
harðindin gengu yfir Island árin 1783—1785, og er talið,
að um 82% aí sauðfénu hafi farist í kjölfar þeirra.2) Það
er því ekki ólíklegt, að Danir hafi grennslast fyrir um það,
hvort hægt væri að flytja sauðfé frá Bretlandseyjum til Is-
lands, enda er vitað, að það hafði verið gert fyrr á sömu
öld.3) Það er einnig rétt, að konungsverslunin síðari tap-
aði stórfé árin 1782—1784.4) Árið 1784 urðu stjórnarskipti
í Danmörku og við tók frjálslynd og umbótasöm stjórn
undir forystu A.P. Bemstorff. Eitt fyrsta verk hennar í
þágu Islendinga var að skipa Landsnefndina síðari í febrú-
ar 1785. Landsnefndinni var falið að íhuga hag landsins
með sérstöku tilliti til verslunar . Einn helsti forystumað-
urinn í nefndinni var Schimmelmann greifi, sem Cochrane
kvað Anker hafa fyrirmæli sín frá.5 *) Dönum tókst að
halda hlutleysi sínu, meðan á frelsisstríði Bandaríkja-
manna stóð og stórgræddu á verslun við styrjaldaraðila.
Er stríðinu lauk 1783, kom hins vegar afturkippur í danskt
efnahagslíf. Verðlag fór lækkandi og danska ríkið lenti
í mikilli fjárþröng.8)
J) Mikið hefur verið ritað um Sir Joseph Banks. Hér nægir að benda
á fyrrnefnda ritgerð Halldórs Hermannssonar um afskipti Banks af
Islandsmálum.
-) Þorkell Jóhannesson, Saga íslendinga (Reykjavík, 1950), VII,
bls. 280. Lýður Björnsson, Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu
(Reykjavík, 1973), bls. 76.
3) Hastfer barón tókst að smygla enskum hrútum til Islands 1756.
Þorkell Jóhannesson, VI, bls. 490—91. Lýður Björnsson, bls. 79.
4) Þorkell Jóhannesson, VII, bls. 219—20. Lýður Björnsson, bls. 105.
5) Þorkell Jóhannesson, VII, bls. 45.
°) Þorkell Jóhannesson, VII, bls. 218—19. Lýður Björnsson, bls. 105.