Saga - 1979, Blaðsíða 274
264
RITFREGNIR
línis til íbúðar, er reistur þar 1884. Fram til þess tíma höfðu land-
nemarnir búið í verbúðum. Dalvíkurnafnið á hinum verðandi bæ í
fornu verstöðinni verður fyrst algengt um aldamót. Þeir kaflar í
lokahluta ritsins, sem nánast skýra frá mannlífi á Dalvík fyrstu
áratugina, umfram það, sem áður getur, fjalla um húsagerð og
hýbýlakost til 1910, sjósóknarmenn og árabátaútveginn 1880—1905.
Margt segir og ítarlega frá frumbyggjum staðarins, sem allir voru
sjósóknarmenn, og enn fremur hvernig hýbýlin breytast smám sam-
an upp úr aldamótunum. Útgerðarsaga bæjarins er rakin í aldar-
fjórðung, eða þangað til þáttaskil verða, þegar vélbátar koma til
sögunnar.
Þar sem greint er frá beitu, bls. 422, segir, að notuð hafi verið
„Ijósabeita (smálúða), steinbítur, smálok, hlýri“. Þessi orð mætti
skilja svo, að Ijósabeita væri einungis úr smálúðu, en ef svo væri,
ætti hún einnig að vera úr smáloki. f mínum h.Uga er öll ljósabeita úr
holdi flestra fiska, hvort heldur er af bol eða haus. — Þar sem rætt
er um nýtingu sjávarfangs á bls. 429, er komist svo að orði. „Á þess-
um árum var svo til allt nýtt, jafnvel sundmagi og kútmagi.“ Hér a
orðið jafnvel ekki við.
IV.
Þegar hugað er að fornum verstöðvum víðs vegar kringum land
og hvernig þær tengjast núverandi byggð, dylst ekki að Böggvis-
staðasandur hefur nokkra sérstöðu, reyndar svipaða þeirri og átti
sér stað í Ólafsfirði. Á Böggvisstaðasandi mátti heita rakið útver,
en þó einungis fyrir einn hrepp, en vegna þess hve fjölmennur hann
var, varð verstöðin allstór, þótt hún jafnaðist engan veginn á við
þær stærstu sunnan- og vestanlands.
Víða er nú ekki hrundið báti á flot, þar sem áður voru mjog
fjölmennar verstöðvar. Stundum valda því margar ástæður, en Þ°
einkum, að ekki hafa verið skilyrði til hafnarbóta í samræmi við
breytinguna á fiskiskipunum.
1 mörgum verstöðvum voru eingöngu aðkomumenn, og voru þ®r
að því leyti ólíkar verstöð Svarfdæla. En þar sem bæir hafa byg£st
í hinum fornu verstöðvum, hefur þróunin orðið áþekk, en þó misjafn-
lega hröð, sem verða mun Ijóst, þegar saga þeirra verður skráð.
Sökum þess hve líf og störf Svarfdæla tengdust verstöðinni »
Böggvisstaðasandi, þar sem nú er Dalvíkurbær, varð ekki undan
því vikist að greina nokkuð frá umhverfi í SvarfaðardalshreppU
fólki þar, högum þess og háttum. Aðeins þurfti að ákveða á hvern
veg það yrði gert. Kynningaraðferð Kristmundar er ákjósanleg °6’
víðast við hóf, en þó vafalítið getið um flest, sem verða má t'