Saga - 1979, Blaðsíða 39
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 37
tómhentur til Englands. Phelps valdi fym kostinn og varð
það að ráði að handtaka Trampe.1)
Sunnudaginn 25. júní, að lokinni messu, héldu kaup-
niennirnir ásamt nokkrum sjómönnum, vopnaðir sverðum
og byssum, til heimilis Trampes og handtóku hann. Var
hann leiddur til skips í allra augsýn, án þess að Islendingar
lyftu hendi honum til hjálpar. Því næst létu þeir Phelps það
boð út ganga, að verslun væri leyfileg samkvæmt samningi
Notts og Trampes. Bar þessi auglýsing tilætlaðan árangur,
og gekk nú verslunin við Islendinga eins og best varð á
kosið.2)
1 kjölfar handtöku Trampes kom hins vegar upp það
vandamál, hver ætti að fara með stjórn landsins. Þetta var
loyst þannig, að Jörgensen tók að sér þetta hlutverk. Hook-
or skýrir svo frá,3) að þetta hafi atvikast þannig, að
Phelps hafi verið kunnugt um, að breskum þegnum væri ó-
heimilt að setja á fót stjóm erlendis án samþykkis breskra
yfirvalda. Á hinn bóginn hafi verið ljóst, að einhvers konar
stjórn yrði að koma á fót til bráðabirgða. Það varð því
að ráði, að Jörgensen, sem ekki var breskur þegn, tæki að
sér stjórn landsins.
Þann 14. ágúst kom breska herskipið Talbot til Reykja-
víkur. Hafði þetta herskip tekið við því hlutverki af Rover
Rð vernda Islandsverslunina. Skipherrann var „ the Hono-
urable“ Alexander Jones.4) Jones leist ekki á stöðu mála
1 Reykjavík og krafist útskýringa.5) I skriflegu svari
sínu segir Phelps m.a.:6)
B 23. ágúst 1809, Phelps til Jones, Adm. 1/1995; Hooker, bls. 90—
95; Helgi P. Briem bls. 182—3.
“) Phelps, bls. 60.
4) Hooker, II, bls. 26.
) Jones var af Ranelagh aðalssettinni. Um hann sjá t.d. John
Marshall, Royal Naval Biography (London, 1828), X, bls. 390—1.
) 4. sept. 1809, .Jones til Flotamálaráðuneytisins, Adm. 1/1995.
B) 16. ágúst 1809, Phelps til Jones, Adm. 1/1995.