Saga - 1979, Blaðsíða 255
RITFREGNIR
245
Kortasaga íslands sýnir, að höfundurinn hefur í ríkum mæli til-
einkað sér þá þekkingu og þann skilning, sem til þarf. Myndefnið
ber vott um, að hann hefur auga fyrir hinu listræna og fagurfræði-
lega. Gerð er grein fyrir framförum í mælingum og staðsetning-
um, þótt lítið sé farið út í tæknilegar hliðar mælinga eða korta-
gerðar, enda helst til sérfræðilegt. Landkönnunarsagan er ítarlega
rakin og um leið, hvernig ný þekking kemst til skila á kortunum.
Heimildaskráin ber vitni um þaulsetur á söfnum heima og heiman.
Hann hefur unnið bug á bókarleysinu í Reykjavík, sem Þorvaldur
Thoroddsen (1892), Ólafur Davíðsson (1893) og hann sjálfur (1971)
kvarta yfir að standi kortasögu fyrir þrifum. Með því hefur hann
búið í haginn ekki aðeins fyrir þá, sem stunda vilja kortasögu held-
ur aðra fræðimenn einnig.
Ollum þeim, sem unna íslenskri landfræði- og kortasögu og ís-
lenskum menntum yfirleitt, hlýtur að vera það fagnaðarefni, að
Haraldur ætlar að halda ótrauður áfram verki sínu og fékk til þess
styrk úr Vísindasjóði á síðastliðnu vori (Þjóðviljinn 21. júní 1979).
Margur hefði látið hér staðar numið og samt þótt dagsverkið
drjúgt. Það er von mín og ósk, að hann megi njóta liinnar fyllstu
fyrirgreiðslu og honum megi endast aldur og heilsa til að ljúka
verkinu.
Hafi höfundur og forlag þökk fyrir gagnlegt og glæsilegt verk.
fil hliðsjónar:
Crone, G. R. 1972: Geographical Journal, 138, 3, London.
Halldór Hermannsson 1924: Jón Guðmundsson and His Natural
History of Iceland, Islandica, XV, Ithaca.
1926: Two Cartographers, Islandica, XVII, Ithaca.
1931: The Cartography óf Iceland, Islandica, XXI, Ithaca.
Haraldur Sigurðsson 1971: Kortasaga Islands frá öndverðu til loka
16. aldar, Reykjavík.
KeJ'lbo, I. R. 1972: Saga, X, Reykjavík.
K°eman, C. 1972: Imago Mundi, XXVI, Amsterdam.
Nerlund, N. E. 1944: Islands ICortlægning, en historisk Frem-
stilling, Kobenhavn.
Olafur Davíðsson 1893: Um Landfræðissögu íslands, Tímarit hins
íslenzka bókmenntafjelags, 14, Reykjavík.
^ig'urður Þórarinsson 1945: Islands kartlággning, Ymer, 65, Stock-
holm.
" HU8: Kortasaga Islands frá lokum 16. aldar til 1848. Morgun-
blaðið, 16. nóv. 1978.
°i'valdur Thoroddsen 1892—1904: Landfræðissaga Islands, I—IX,
Reykjavík og Kaupmannahöfn. Guörún Ólafsdóttir.