Saga - 1979, Blaðsíða 259
RITFREGNIR
249
knöppu máli af lærdómi að hirðskáldskapur eigi ekkert skylt við
atburðaskrár og' vettvangsskýrslur. Hún sýnir með glöggum dæm-
um að hirðskáldskapur var stundaður við hirðir stórhöfðingja frá
íslandi til Indlands og suður á Afríku og lá oft á mörkum andstæðu
sinnar, háðsins. Hún álítur að SnoiTÍ hafi trúað á heimildargildi
hirðkvæða, en að mínu viti vottar skáldavörn hans einungis að um
hans daga hafa menn talið kvæðin marklítil. Snorri þurfti hins veg-
ar á kvæðunum að halda í utanríkis- og menningarpólitík sinni. Hér
var það Snorri sem tók hálfdauðan skáldaskóla og breytti honum í
sagnfræðistofnun, sem gat auðvitað einkum af sér skáldsögur, en
þær hafa verið „best sellers“ allt til þessa dags og orðið hrika-
lega sannar. Menn hafa jafnan verið misjafnlega lagtækir við
störf sín.
Formáli Snorra-Eddu er varðveittur í þremur miðaldahandrit-
um: Codex Regius, en þar vantar fyrsta blaðið; — C. Wormianus,
en þar telst formálinn aukinn innskotum, sem eru ekki finnanleg í
öðrum handritum; — C. Upsalensis, en þar er texti formálans
styttur. Þá er hluti formálans varðveittur í pappírshandriti C.
4rajectinus, frá lokum 16. aldar, en það er líklega ritað eftir glötuðu
miðaldahandriti.
í flestum útgáfum Snorra-Eddu er fylgt texta C. Regius með
eyðufyllingum úr T. og W. Nú er það ljóst, að þessi handrit og U.
þar með eru ekki sem öruggust heimild um formála Snorra, en
einmitt upphaf Snorra-Eddu er mjög áhugavert.
Prá 17. öld hafa 4 pappírshandrit varðveist af bókinni og hafa
að geyma formálann að því er virðist skrifaðan eftir R, áður en
fyrsta blaðið glataðist af handritinu, eða mjög skyldu forriti. Þvi
miður eru textar þessara 17. aldar handrita ekki mjög nákvæmir,
Gn samt ættu þeir að veita sæmilega örugga heimild um hvað stað-
ið hefur á 1. blaði R. Anthony Faulkes birtir í Griplu þennan texta.
^ótt hann sé ekki mjög frábrugðinn þeirri gerð, sem birt hefur verið
1 síðustu útgáfum bókarinnar, er hér þarft verk unnið og skemmti-
að fá það í hendur á þessu afmælisári Snorra Sturlusonar.
Hvað merlcir Hrypgjarstykki?, nafnið á bók Eiríks Oddssonar, —
sPyr Sverrir Tómasson. Hann kemst helst að raun um að þaö muni
tákna „hlut stórhöfðingja í þjóðfélaginu“ — eða bókin hafi verið
skrifuð fyrir stórhöfðingja og „hans stykki“, en hallast fremur að
fyrri skýringunni.
Einnig fjallar Sverrir um „gullin símu“, en nornir í Helga-
kviðu Hundingsbana I staddar í Brálundi „ um greiddu/gullin símu/
°£ und mána sal/miðjan festu.—/Þær austr ok vestr/enda fálu,/
^ar átti lofðungr/land á milli./— Sverrir gerir því skóna að hér