Saga - 1979, Blaðsíða 253
RITFREGNIR
243
bera með sér. Útlendingar, aðrir en Danir, hverfa nú að mestu úr
kortasögu íslands og þeir verða að leita í smiðju Dana ef þeir þurfa
einhvers við, og er svo allt þar til ísland fær hernaðarlega þýðingu
í síðari heimsstyrjöldinni.
Enn ein saga er sögð, sem vert er að minnast á, en það er saga
mælinganna. Hún hefur öll einkenni landkönnunarsagna, þraut-
seigja og úthald í baráttu við óblíða náttúru, féleysi, skilnings-
leysi og samgönguerfiðleika. Það er verðugt að nöfn og afrek mæl-
ingamannanna geymist, íslenskra jafnt sem norskra en til mæl-
inga hér á landi völdust norskir foringjar úr danska hernum, vegna
þess að verkið þótti of erfitt fyrir danska menn, sem aldir voru
npp við blíðari náttúru.
Það er ástæða til þess að hrósa höfundi og útgefanda fyrir
hversu mikið og fjölbreytt myndefnið er og hversu víða hefur verið
leitað fanga. Það má að sjálfsögðu alltaf deila um val á slíku efni
°g tæknilegir erfiðleikar geta legið til grundvallar, að eitthvert
kort komist ekki með. Mér býður í grun, að einmitt slíkir erfið-
leikar hafi komið í veg fyrir að birt væri eftirmynd af korti
Rabens stiftamtmanns frá 1721, sem Sigurður Þórarinsson (1978)
nefnir í ritdómi. Þessu korti er vandlega lýst í texta, bls. 124—128,
°g er haft mirma við sum kort, sem þó birtast á myndsíðum. Að
þessu korti frátöldu og korti Loven0rns, sem áður var minnst á, eru
birtar myndir af öllum helstu gerðum heildarkorta nema helst af
Knoffsgerðinni. Af þeim sakna ég til að mynda korts Ebenesar Hend-
ersons (1818), sem bætir dráttum við hálendið, sem ekki höfðu sést
aður. Ég hefði einnig óskað, að myndir af öllum Norðurvegakortum
eftir Islendinga hefðu fengið inni í bókinni, en þar eru aðeins birt
kort Guðbrands og eitt kort Jóns lærða Guðmundssonar, en ekki
þeirra Sig. Stefánssonar Skálholtsrektors og Þórðar biskups Þor-
lákssonar. Þótt þessi kort hafi birst áður (Halldór Hermannsson
1924, 1926, 1981. Norlund 1944) hafa þau þó aldrei sést öll á sama
stað. Að vísu segir höfundur að þessi kort séu fremur þáttur í korta-
s°gu Grænlands en Islands, en Island er þó með á öllum kortunum,
°g þetta er eina framlag Islendinga til kortlagningar nánasta um-
bverfis landsins, svo að vissulega er ekki verið að fara út fyrir efnis-
Syið bókarinnar.
Myndefnið er ekki aðeins mikið og fjölbreytt heldur er það
einnig fallegt. Myndirnar, eins og reyndar öll bókin, eru unnar hér
a landi og hefur tekist mjög vel til, einkum með litmyndirnar. Þvi
miður hef ég ekki liaft tækifæri til þess að bera saman við frum-
^yndir, en samanburður við eftirprentanir í bók Norlunds (1944)
synir að þær eru óskýrari en virðast liggja nær frummyndum, t.a.m.
c°rt Þórðar Þorlákssonar frá 1668 (mynds. 5, pla. 40). Svart/