Saga - 1979, Blaðsíða 206
196
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON
Compagniet og med andre Vedkommende haver at
correspondere, og derefter samme til Vores nærmere
allernaadigste Resolution allerunderdanigst at fore-
stille."1)
Spurningin er, hvort hér, í þessum texta, felist það,
sem Jón Aðils segir, undanþága frá hinni almennu verð-
lagsskrá, kaupsetningunni frá 1702. Inntak þessa kafla er
það, að konungur kveðst vilja — „ville Vi allernaadigst"
— „að sett verði sérstakt verð — „skal sættes saadan
Taxt“ — á vörur, sem Jnnréttingarnar muni framleiða og
vörur, sem þær þurfi að kaupa. Ekki er tekið fram, að
þetta eigi við allar vörur, sem Innréttingarnar muni
framleiða, heldur sýnilega átt við þær vörur, sem félagið
hafi ekki áður keypt af Islendingum og gæðameiri teg-
undir af þeim vörum, sem nú séu fluttar út frá Islandi
— „Flere og bedre Vare“ eins og þetta er orðað 1 kon-
ungsúrskurðinum. „Bemeldte“ í orðasambandinu „be-
meldte ved denne indretning“ á hér við „flere og bedre
Vare“ en ekki allar vörur, sem Innréttingamar kunni að
framleiða. Þetta verð, sem konungur kveðst vilja setja
allranáðugast, á að vera þannig, að báðum, Innrétting-
unum og Hörmangarafélaginu þyki það „taalelig og bill'
J) Lovsamling', III, bls. 104—6. Lausleg þýðing á þessu verður
sem hér segir: „En þar sem þess má vænta, að sá atvinnurekstur,
sem hér er um að ræða, leiði til þess, að fleiri og betri vörur berist
frá íslandi en félagið hingað til hefur fengið og sanngjarnt er, að
félagið vegna þess hagnaðar, sem það mun hafa af þeim kostnaði,
sem af þessu mun rísa — greiði nefndum hluthöfum svo hátt verð
fyrir nefndar vörur, að hlutur þeirra sé viðunandi og hægt sé að
halda fyrirtækjunum gangandi báðum til hagsbóta, viljum vér allra-
náðugast, að settur verði slíkur taxti, sem báðir aðiljar telja sann-
gjarnan bæði á framleiðslu nefnds fyrirtækis (að saltpétri undan-
skildum) og þeim vörum, sem flytja þarf inn vegna verksmið.l"
anna og fiskveiðanna. Og skal Rentukammerið eiga bréfaskip11
vegna þessa við félagið og aðra, sem hlut eiga að máli, og síðan
leggja þetta fyrir oss til allranáðugsta úrskurðar.“