Saga - 1979, Blaðsíða 268
258
RITFREGNIR
að orðið liusmand er ekki með í orðasafninu en merking þess mun
tæplega öllum ljós nú á tímum. Um 1800 var það yfirleitt haft um
hjáleigubændur en ekki um húsfólk. Hins vegar er orðið inderst(e)
tekið hér með og réttilega þýtt sem húsmaður, tómthúsmaður eða
húskona. En auðvitað hlýtur ætíð að verða hið mesta álitamál, hvaða
orð eigi að taka með í stutt orðasöfn sem þetta.
Vonandi koma 2. og 3. bindi þessa verks einnig út fljótlega. Vafa-
laust er, að íslenskir ættfræðingar og sagnfræðingar eiga eftir að
hafa mikil og góð not af verkinu. Því er óhætt að fagna útgáfu
þess af heilum hug, og skulu Ættfræðifélaginu hér með færðar
hestu þakkir fyrir þetta myndarlega framtak.
Björn Teitsson.
ALÞINGISMANNATAL 1845—1975. Skrifstofa Alþing'
is gaf út. Reykjavík 1978. Lárus H. Blöndal, Ólafur F.
Hjartar, Halldór Kristjánsson og Jóhannes Halldóx’S-
son tóku saman.
Mér er í barnsminni hversu hugfanginn ég var af fýrstu ut-
gáfu eða gerð Alþingismannatals, sem út kom 1930. Mun þar hafa
lagzt á eitt þykkur og gljáandi pappírinn og öll andlitin, sem a
mann horfðu af síðum bókarinnar, 6 karlar á hverri opnu, auk
Ingibjargar H. Bjarnason, sem þá hafði ein kvenna brotizt inn 1
þennan afrennda karlaklúbb. Má segja að vel hafi farið á því,
jafn valinkunn jómfrú skyldi veljast til þess hlutverks.
1 þá daga voru slík myndskreytt töl einsdæmi, en síðan hafa
komið til tíðar útgáfur sambærilegra rita, sem hafa að geyma ævi-
atriði og myndir guðfræðinga, lækna, lögfræðinga, verkfræðinga>
kennara, bókagerðarmanna o.s.fi'v. Eru þær flestar meira að segja
fyrirmyndinni að því leyti fremri, að þar eru greind börn °g
jafnvel tengdabörn þeirra, sem um er fjallað.
Fyrsta gerð Alþingismannatals var XXX + 118 bls. og innihé
örstutt æviágrip 305 þingmanna á 102 bls. Auk þess voru viðauk
ar um konungsfulltrúa, landshöfðingja, ráðherra og ráðuneyti, ein
bættismannanefndina frá 1839 og 1841, og skrifstofustjóra AlþinSlS
frá 1875. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Helgi Hjörvar sáu u®
þessa útgáfu, en alllöngu áður hafði Einar Þorkelsson dregið mik1
af efninu saman. Þarna var það form sett, sem síðan hefur x 0
verulegu verið fylgt.
Næsta útgáfa er frá 1952, en nær til 1944, og sá Brynlei:lU1
Tobíasson um hana. Þá er blaðsíðutalan komin upp í 222 og Þ111^