Saga - 1979, Blaðsíða 51
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 49
breskrar yfirstjórnar að ræða, mun Magnús sem danskui
embættismaður hafa kosið fyrri kostinn og útskýrir það
eftirmála bæklingsins.
Breski verslunarþjónninn Savignac hefur varla haft
hvorki þá þekkingu né menntun, sem höfundurinn virðist
hafa, og erfitt er að sjá, hvernig það samrýmist hagsmun
um Savignacs, þegar höfundurinn vill undir lokin, að Is-
land verði áfram hluti af Danaveldi.
Bæklingur þessi vakti þegar athygli áhugamanna um
íslandsmál. Jörgensen sendi Hooker eintak og spurði hann,
hvort hann vissi, hver höfundur væri,1) og Mackenzie
spurði Banks sömu spurningar.2)
1813. Maclcenzie og Banks.
tJtgáfa Islandsbæklingsins varð einnig til þess, að Mac-
kenzie sneri sér enn einu sinni til Castlereaghs lávarðar, í
maí 1813, og bauðst til að halda umsvifalaust til Islands til
að taka landið undir breska vemd.3) Bað hann Banks
aðstoðar við þessa málaleitan. Mackenzie skýrir svo frá,4)
að fyrst i stað hafi Banks sagt honum, að hann hafi tekið
þá ákvörðun að hafa ekki frekari afskipti af ráðabruggi
Urn innlimun Islands. Þetta er líklega rétt, því að í lok maí-
^iánaðar skrifaði danski ræðismaðurinn í London, Frede-
rik Hornemann, danska Verslunarmálaráðuneytinu, og
sRgði svo frá, að hann hafi heimsótt Banks, þar sem hann
]á sjúkur.3) Hafði Banks sagt honum, að Mackenzie hefði
ftúkinn áhuga á því, að Bretar hertækju Island. Banks
hafði hins vegar sagt við Hornemann:
J Ódagsett 1813, Jörgensen til Hookers, Eg. MS. 2070.
jb 16. maí 1813, Mackenzie til Banks, Wisconsin skjölin. .
'9 16. 0g 18. maí 1813, Mackenzie til Banks, Wisconsin skjölin.
^ 2. júlí 1813, Mackenzie til H.P. Clausens, Rigsarkivet, D.f.u.A., Is-
Jand 0g Færöerne 1758—1846. (Hér á eftir kallast þessi skjöl Island
°9 Fzeröer).
28- maí 1813, Hornemann til Kommerce Kollegium, Island og
* æröer.
4