Saga - 1979, Blaðsíða 229
SAGNFRÆÐI OG FÉLAGSFRÆÐI
219
haldi annarra með þeim auknu afköstum sem leiddi af sér-
hæfingunni.1)
Það ákvörðunarmynstur sem Durkheim leiddi í ljós fól
þannig- í sér tvær lykilhugmyndir sem mætti kalla stofn-
skrá fræðigreinarinnar félagsfræði. 1 fyrsta lagi væri sam-
félagið, hin félagslega heild, annað og meira en einfald-
^ega summa parta (einstaklinga) sem mynduðu hana; og í
Öðru lagi kæmi samfélagið á undan einstaklingunum, bæði
1 sögulegum og rökrænum skilningi, og því bæri að leita
skýringar á hinu einstaka í heildargerð samfélagsins.2)
Félagsfræðin, eins og hún myndaðist í mynd Durkheims,
Warkar skil í þróun borgaralegrar hugsunar að því leyti
að hún kennir að samfélagið gegnsýri öll mannleg tengsl,
þar með talið hin efnahagslegu. Hinir klassísku hagfræð-
Higar höfðu verið mjög nærri þeim skilningi — sem Marx
gerði að lykilatriði í þjóðfélagskenningu sinni — að efna-
hagsleg tengsl milli vara í kapitalísku markaðskerfi byggð-
Ust á félagslegum tengslum milli þjóðfélagsstétta í fram-
ieiðsluferlinu. En eins og Gouldner hefur bent á „gengur
akademísk félagsfræði út frá því að hægt sé að greina og
skilja félagsskipanina án þess að setja viðfangsefni hag-
fræðinnar í brennidepil og skoða það gagnrýnum aug-
Um“.3) Segja má að Durkheim hafi átt drýgstan þátt í því,
D E. Durkheim, De la division du travail social, 237—245. 1 þessu
samhengi skiptir ekki máli að kenning Durkheims samrýmist illa
Pekkingu okkar tíma á þeim þjóðfélögum sem hann tók dæmi af í
^ökstuðningi sínum. Stuttorða gagnrýni er að finna í P. S. Cohen,
Modern Social Theory (London: Heinemann, 1970), 224—232.
Sjá nánar R. Aron, Op. cit., 16, 67—69.
./ A. Gouldner, The Coming Crisis of Western Sociology (London:
, einemann, 1971), 94. LTm það hverjar séu hugmyndafræðilegar
astæöur þessarar aðgreiningar — og þá um leið hvernig beri að
skýra myndun félagsfræði sem sjálfstæðrar greinar — eru skiptar
skoðanir sem vænta má. Sjá um þetta efni, auk ofangreinds rits
T,ouldners (sem er reyndar að meginhluta gagnrýni á akademíska
ólagsfræði a la T. Parsons), R. Nisbet, The Sociological Tradition
(London: Heinemann, 1967) og G. Therborn, Op. cit.