Saga - 1979, Blaðsíða 273
RITFREGNIR
263
sögð komin frá Jóni Eiríkssyni, sem er ótvírætt. Ókunnugt er, hver
maður sá var, er færði Norðlendingum rekaviðinn og um hann
ekkert annað vitað en að hann hafði ungur verið timburmaður í
Hollandi og er enn á lífi 1736. Kristmundur telur, að ekki sé „ófyr-
irsynju að ætla, að um Duggu-Eyvind sé að ræða.“ Töluvert mikið er
um Eyvind vitað, sem Blöndu-þættirnir um hann vitna, og er því
fremur ólíklegt að nafn hans hefði ekki verið tengt fyrrgreindum
rekaviðarflutningum, ef hann hiefði verið við þá riðinn.
1 þessum hluta ritsins skýra kaflarnir „Alþýðuskáld" og „Heims-
lyst á hungurtímum" einna minnst baksviðið að Sögu Dalvíkur.
Þriðji höfuðhluti ritsins nefnist „/ Svarfaðardal á 19. öld“. Þar
er í upphafi gerð ljós grein fyrir, hve þungt var fyrir fæti á fyrstu
áratugum aldarinnar. Árið 1810 eru ómagar 55 í Svarfaðardals-
hreppi, og eru því rösklega þrefalt fleiri en 1798. — Sú trú er all-
rík, að fyrrum hafi aflabrögð verið lítil nyrðra miðað við það,
sem gerðist vestra og syðra. En stundum var því þveröfugt farið, og
leiðir Kristmundur vitni að því (bls. 136). Ekki komust Svarfdælir
hjá áföllum vegna sjósóknar. Mest urðu sjóslys þar 1842, sem
var mikið aflaár, en þá fórust 16 menn í sjó, eða tíundi hver
verkfær maður í hreppnum (bls. 137). — Höfuðefni þessa kafla er
um hlutdeild Svarfdæla í útvegi, einkum hákarlaveiðum. Mörg ey-
firsku hákarlaskipin voru samlagseign og með þeim hætti áttu
nokkrir Svarfdælir hlut að slíkri útgerð á árunum 1857—1887. —
Það mun mörgum ný fregn, að Skagfirðingar hafi tíðum á seinustu
öld farið skreiðarferðir „norður á Sand“ (Böggvisstaðasand), en
um þær birtir Kristmundur skilríkar heimildir. — Forsaga Dal-
víkur er að nokkru leyti rakin, þar sem greint er frá Böggvisstaða-
•ttönnum í heila öld, eða frá 1790. — „Við skulum halda á Siglu-
nes“ er út af fyrir sig mjög athyglisverður þáttur. Efni hans er til
komið af þeirri ástæðu, að Svarfdælir lágu stundum við á Siglu-
nesi, þegar þeir voru við sela- og hákarlaveiðar. En þar sem fatt
Segir af viðlegu þeirra þar, en nær einfarið af Siglunesfólki leikur á
tvennu, hvort þau tíðindi eiga heima í Sögu Dalvíkur.
Fjórði og síðasti meginhluti ritsins heitir „Á Upsaströnd og á
Sandi.“ Þar er í upphafi rakin byggðarröskun í hreppnum, hversu
dalbúum fækkar, en strandbúum fjölgar. Að ráði fer að bera á því
1860. Frá 1801—1901 fjölgar í Upsasókn úr 96 í 328 íbúa, en þá
er hka kominn stofn að Dalvíkurbæ. Efnið, sem til þessa hefur verið
vikið að, má skoða sem aðdraganda að sögu Dalvíkur er hefst með
haflanurn „Upphaf byggðar á Dalvík 1881—1900“. Fyrsti tómthús-
^aðurinn á Böggvisstaðasandi sest þar að 1881, fyrsti Dalvíking-
''rinn fseðist þar árið eftir, en fyrsti bærinn, sem ætlaður er bein-