Saga - 1979, Blaðsíða 251
RITFREGNIR
241
kortlagði svæðið frá Árnessýslu að Isafjarðarsýslu árin 1721—28,
er hann drukknaði á Breiðafirði. Var þá fenginn norskur liðsforingi,
T. H. H. Knoff, til verksins, og iauk hann því með miklu harðfylgi
á árunum 1730—34. Knoff setti svo saman heildarkort af landinu,
en það kort birtist ekki fyrr en árið 1944 (Norlund). Kort Knoffs
rarð þó undirstaðan undir kort, sem birtust í hinum víðlesnu ferða-
kókum og landlýsingum, sem út komu á síðari hluta 18. aldar og á
fyrstu áratugum 19. aldar. Sú fyrsta var bók Nielsar Horrebow:
Tilforladelige Efterretninger om Island, 1752. Glæsilegasta kortið
af þessari gerð, þótt það sé ekki réttast, er litprentað kort sem
Rantzau stiftamtmaður, lét gera á verkstæði hins þekkta kortagerð-
armanns, Homanns í Niirnberg 1761. Þessi kort voru mikil framför
frá fyrri gerðum. Landið fékk nú eðlilegri lögun, hnattstaðan færð-
ist til betri vegar, og enn voru stói*ar skekkjur, einkum á Vestfjarða-
k.iálkanum og Suðurströndinni og hálendið var enn mjög rýrt að
dráttum, enda höfðu þeir félagar Magnús og Knoff eingöngu mælt
°g kannað byggðir landsins.
3. Kort af gerö Verdun de la Crenne. Þriðja gerðin, sem átti eftir
að marka spor var runnin undan rifjum Frakka, sem um þessar
mundir höfðu forystu í landmælingum og kortagerð. Verdun de la
Crenne var gerður út í nokkra vísindaleiðangra og kom til Islands
1776. Hann og félagar hans gerðu nokkrar hnattstöðumælingar á
Vestfjörðum og Norðurlandi og komust að því að landið lægi austar
en álitið liafði verið. Við kortagerðina hagnýttu þeir eigin mæling-
ar svo langt sem þær náðu en studdust við eldri mælingar, þegar
t>ær þraut. Afleiðingin varð sú, að landið kýttist saman og í stað
þess að spanna yfir 14° 20' spannaði það aðeins 8° 39'. Hið rétta mun
vera 11° 39'. Kort þetta birtist árið 1778 og mátti sjá eftirmyndir
þess allt fram á miðja 19. öld í landfræðiritum Evrópuþjóða.
4. Kort Moritz Ludvig Born 1821 og Lovenorns 1826. Þótt dönsk
st.iórnvöld hefðu gert myndarlegt átak í landmælingum og korta-
gerð þeirra Magnúsar Arasonar og Knoffs, þá voru danskir sjó-
ftienn, sem sigldu á íslenskar hafnir enn háðir erlendum sjókortum.
f’ess vegna var hafist handa um mælingar á ný á ströndum landsins
svo að unnt yrði að gera viðhlítandi sjókort. Strandmælingarnar
fóru fram í tveimur áföngum, 1776—78 og 1801—18, og strandkort
voru gefin út á grundvelli þeirra 1785, 1788 og 1818—26. Þegar mæl-
'Rgunum var lokið var einn foringjanna, Moritz Ludvig Born, sem
hafði verið við mælingarnar, fenginn til þess að teikna nýtt Islands-
kort að undirlagi Hins íslenzka bókmenntafélags og var mælikvarðinn
nálægt 1:2 000 000. Skömmu síðar kom út kort Lovenorns, fyrsta for-
stöðumanns dönsku sjómælingastofnunarinnar, sem komið var á
•aggirnar 1784. Kort Lovenorns byggir að sjálfsögðu á sömu mæl-
16