Saga - 1979, Blaðsíða 15
RÁÐAGERÐIR UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 13
Yið þessar aðstæður er eklci ótrúlegt, að komið hafi til
álita að selja Bretum Island, sem var orðið þungur baggi á
ríkissjóði Dana vegna Móðuharðindanna eða skipta á því
og einhverri arðsamari eyju í Vestur-Indíum, t.d. Crab
Island, sem Cochrane nefnir. Schimmelmann var, sem fyrr
getur, fjármálaráðherra Danmerkur, og tók hann sæti í
Landsnefndinni. Hann mun trúlega hafa hagað störfum
sínum í henni í samræmi við hagsmuni Danmerkur og al-
ríkisins, en ekki sérhagsmuni Islands.
Verðmæti sykurs, romms og þræla hafði leitt til þess, að
aðalmarkmið þeirra Evrópuþjóða, sem ásældust nýlendur á
átjándu öld, var að eignast nýlendur í Vestur-Indíum. I
öllum meiri háttar styrjöldum á þessum tíma börðust
Evrópuþjóðir á Karabíska hafinu, og í sérhverjum frið-
arsáttmála urðu skipti á eyjum í Vestur-Indíum. Dönum
tókst á átjándu öld að ná fótfestu á þremur eyjum á þessu
svæði: St. Croix, St. John og St. Thomas.1) Crab Island var
næsta eyja þar til vesturs, og höfðu Danir á sautjándu
öld árangurslaust reynt að ná henni á sitt vald.2) Á þessum
tíma gerðu bæði Bretar og Spánverjar tilkall til hennar.
Schimmelmann hefur eflaust þekkt vel til Crab Island,
þar sem náfrændi hans, Heinrich L.E. von Schimmelmann,
var danski landstjórinn yfir St. Thomas um þessar mund-
ir.3)
Samkvæmt því, sem að ofan greinir, er líklegast, að
viðræður þeirra Cochranes og Ankers hafi hafist 1785. Ef
frásögn Cochranes er í höfuðdráttum rétt, hljóta þessar
viðræður að hafa farið fram á meðan Anker var ræðis-
maður í London, en það var 1783—1786. Líklegast er á
D Palle Lauring, The Story of Denmark, bls. 204. Þessar eyjar
eru í Jómfrúeyjaklasanum. Danir seldu Bandaríkjamönnum þær 1917.
2) Kenneth R. Farr, Historical Dictionary of Puerto Rico and the
U.S. Virgin Islands (New Jersey, 1973), bls. 99. Crab Island heitir
nú Vieques og telst hluti af Puerto Rico. Þar er nú flotabækistöð
Bandaríkj amanna.
3) D.B.L., XXI, bls. 129.