Saga - 1979, Blaðsíða 275
RITFREGNIR
265
skýringar á forsögu og- uppliafi Dalvíkurbæjar. Skipan efnis er
skilvís, og ætíð er Ijóst, að hverju er stefnt. Vera má, að sumum
finnist mannfræðin vera um of, en vafalaust munu Svarfdælir og
Dalvikingar fagna því, hversu margir eru kvaddir til sögu og á
þeim sögð náin deili. Kristmundi er einkar lagið að láta orsök og af-
leiðingu vegast á, svo að allt verður klárt og kvitt, sem hann fjallar
um. — Þetta rit hans, sem hin fyrri, vitnar um hversu málhagur
kann er og bregður stundum skemmtilega fyrir sig torgætum orðum.
Myndaefni í Sögu Dalvíkur er geysimikið og að því verðmætur
bókarauki. Ritið er að öllu leyti vandað og myndarlega að heiman
kúið, höfundi, Prentverki Odds Björnssonar og útgefanda, sem er
Dalvíkurbær, til verðugs lofs.
Lúðvík Kristjánsson.
Per Sundbol: DANSK ISLANDSPOLITIK 1913—1918.
Odense Universitetsforlag, Odense 1978. 154 bls.
Tage Kaarsted heitir maður, prófessor í Óðinsvéum, sem á síð-
ari árum hefur mjög fengizt við að gefa út heimildarrit um Dan-
wierkursögu stríðsáranna fyrri, þar á meðal fundargerðir ráðherra-
funda (Ministermodeprotokol 1916—18, 1973) og dagbækur ráðherr-
unna Zahles (1974) og Rodes (1972). 1 þessum heimildum er vikið
a fróðlegan hátt að ýmsum stjórnmálaviðskiptum Dana og Islendinga,
°S þá heimildarstaði hefur Kaarsted fengið nemanda sínum, Per
Sundbol, í veganesti, þegar hann hóf að semja prófritgerð þá um
íslandsmálastefnu Dana 1913-—1918, sem hér er orðin að bók. Meðal
annarra heimilda hans má sérstaklega nefna prentaðar endurminn-
*ugar danskra stjórnmálamanna, gerðabækur þingflokkanna dönsku
°S einkaskjalasöfn stjórnmálamannanna Zahles, Rodes, Neergaards
°g Krags. í hinu síðastnefnda er nákvæm frásögn af sambandslaga-
samningnum í Reykjavík 1918 eftir ritara dönsku samninganefndar-
innar.
Bók Sundbols er, eins og prófritgerð byrjar, um þröngt efni og
skýrt afmarkað, nefnilega um samninga danskra stjórnvalda og ís-
enzkra og um mótun hins danska málstaðar í þeim samningum frá
^tanför Hannesar Hafstein 1913 og þar til danska ríkisþingið sam-
hykkti Sambandslögin 5 árum siðar. Höfundur leitast við að rekja
hessa sögu í sem nánustum smáatriðum og tíundar heimildir grand-
yarlega.
Bókarefnið varðar auðvitað bæði danska sögu og íslenzka; hafa
s'endingar rannsakað það allmikið frá sínum sjónarhóli, en Danir