Saga - 1979, Blaðsíða 45
RÁÐAGERÐIE UM INNLIMUN ÍSLANDS í BRETAVELDI 43
stj ói'narinnar um „the atrocities committed by British sub-
Jects and their agent Jörgensen".1) Skýtur þessi afstaða
Banks dálítið skökku við þann áhuga, sem hann hafði á
innlimun Islands í Bretaveldi og makk hans í því efni,
sem að ofan er lýst. I/íklegast er, að hér hafi mestu ráðið,
að valdarán Phelps var alls ekki sú aðferð, sem Banks
hafði haft í huga. Það, sem vakti fyrir Banks, var að
hjálpa Islandi, landi, sem hann bar alveg sérstaklega hlýjan
hug til. Hann vildi, að eyjan yrði undir stjórn Bretlands,
því að hann taldi, að það væri forsenda fyrir velmegun Is-
iendinga. Hins vegar kaus hann helst friðsamlega inn-
limun að ósk Islendinga sjálfra. Það, sem gerðist sumarið
1809, var hins vegar allt annað. Island hafði verið lýst
sj álfstætt land og gefin stjómarskrá, sem bar í mörgu
keim af hugsjónum frönsku stjórnarbyltingarinnar.
Banks taldi nú, að Jörgensen væri hættulegur byltingar-
uiaður, sem hafði leyft sér að troða jakobínskri hugmynda-
fi’æði upp á blásaklausa Islendinga. Raunar var Banks svo
hneykslaður á athæfi þeirra Phelps og Jörgensens, að
hann hafði orð á því við Hooker, að réttast væri að hengja
þá báða.2)
Það má e.t.v. halda því fram, að Banks hafi átt óbeina
sök á byltingunni, þar sem hann hafði barist fyrir því, að
island yrði lagt undir Bretaveldi árið 1807 og hafði síðan
rætt þau áform við þá Phelps og Jörgensen. Vegna hinna
uánu tengsla Banks við bresku ríkisstjórnina hafa þeir
Phelps og Jörgensen e.t.v. túlkað þetta samtal þannig, að
1‘íkisstjórnin væri ekki ýkja mótfallin sjálfstæði eða inn-
hmun Islands, og gripið til valdaránsins í þeirri trú, að
uíkisstjómin mundi styðja gerðir þeirra eftir á. T.a.m.
se&ir Jörgensen í bréfi til Hookers:3)
} fl- desember, Banks til Liverpool, F.O. 40/1, uppkast í Wiscon-
g'n skjölunum; 13. desember 1809, Banks til Wellesley, F.O. 40/1.
1 29. júni 1810, Banks til Hookers, Hooker’s Correspondence, I,
...S' ®2; Halldór Hermannsson, bls. 62.
-H- september 1810, Jörgensen til Hookers, Eg. MS. 2070.