Saga - 1979, Blaðsíða 271
RITFREGNIR
261
Kristmundur Bjamason: SAGA DALVlKUR I. Út-
gefandi Dalvíkurbær. Akureyri 1978, 468 bls.
I.
Með aðfalli bókaflóðs fyrir síðustu jól barst á markað fyrra bindi
af Sögu Dalvíkur, mikið rit að lesmáli sem myndaefni. Þeim ritum
fjölgar óðum, þar sem fjallað er um sögu ákveðinna staða og héraða.
Pramtaki af því tagi ber að fagna. Kristmundur Bjarnason, höf-
undur Dalvíkursögu, hefur áður skrifað eina af umfangsmestu
byggðasögum, sem er Saga Sauðárkróks, verk í þrem bindum, auk
þess sem hann hefur fjallað um ýmis skagfirsk fræðiefni, m.a. í
Heimdraga og Skagfirðingabók, að ógleymdri ævisögu Jóns Ós-
manns.
En Saga Dalvíkur er ekki fyrsta eyfirska verkefni hans, því að
áður hefur hann samið mikið rit í tveim bindum rnn Þorstein Daníels-
son á Skipalóni.
Efaiítið er Kristmundur flestum mönnum fróðari um norðlenska
19. aldar sögu. Um það votta rit hans og þá ekki síður hinar miklu
og ítarlegu skýringar, sem hann hefur samið við Sögu frá Skagfirð-
'ngum eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason.
II.
Mjög er misjafnt hversu á vísan er að róa um heimildir, þegar
1-ita á byggðarsögu, og þá er ekki síður misjafnt, hve gömul og marg-
Þsett slík saga kann að vera. Við að kynna sér heimildaskrá í Sögu
Dalvíkur dylst ekki, að margt hefur stuðlað að því að auðvelda
Eristmundi starfið, sem þó hefur verið ærið. — Fyrir tveim ára-
lugum var hafist handa með að viða að efni í söguna, en þá og
síðar voru hljóðritaðar frásagnir nokkurra Dalvíkinga, er allar fjöll-
uÓu um ýmsa kafla í þróun og sögu byggðarinnar. Til eru í handriti
bættir a.m.k. fimm Svarfdælinga og Dalvíkinga og auk þess dag-
bækur þriggja. Allir eru höfundar þessara handrita svo snemma á
ferð, að þeir þekkja vel til upphafssögu Dalvíkur, og einn af þeim
ei' sonur þess manns, sem kallaður hefur verið faðir Dalvíkur. —
Pjögur prentuð rit, sem beinlínis snerta sögu Svarfaðardals,
^öggyisstaðasands og Dalvíkur, hafa orðið Kristmundi að tölu-
yerðum notum. Þegar höfð er í huga sú mikla mannfræði, sem er
1 Sögu Dalvíkur, hefur komið sér vel að geta stuðst við rit Stefáns
•A-ðalsteinssonar, „Svarfdælingar". — En þrátt fyrir öll þessi aðföng
°£ ýmsan munnlegan og bréflegan fróðleik hefur Kristmundur orð-