Saga - 1979, Blaðsíða 178
168 SVEINBJÖRN RAFNSSON
að þetta sé bókarrumpur. Fremst er eitt stakt blað, þá
kemur áttablaðakver (quaternio) og loks þrjú blöð sem
ekki verður nú séð hvernig hafa hangið saman. Tvær rit-
hendur eru á blöðunum, ein hönd er á bl.lr og síðan önnur
á því sem eftir er.
Tveir miðar fylgja handritinu; hinn fyrri (a) er með
hendi Árna Magnússonar og stendur þar:
Utskored ur Dömabok Gisla Þordarsonar etc. i Stapa
Umbodi, er eg feck af Þordi Peturs syni á Hölmi.1)
Síðari miðinn (b) virðist vera með hendi Páls Hákonar-
sonar, skrifai'a Árna, og stendur þar:
Þad medkennum vier Þorleifur Arason, Skölameistare
i Skálhollte, Gisle biarnason, Kirkiuprestur samastad-
ar, Þorgils Sigurdsson, Heyrare i Skálholltz Sköla, og
Páll Hákonarson, ad vier hófum sied, i hóndum haft,
og giegnum skodad bök i 4to innbundna, i fomu bande,
innehalldande Hieradsdöma i Snæfells Syslu,- ut-
nefnda af Glsla Þördarsyne Lógmanne, frá Anno
Christi 1606. til 1614. inclusive, ásamt ódrum brefum
og giórningum af fyrrsógdum datis, vidvikiande
sagdre Snæfells Syslu og Arnarstapans Umbode; voru
sum af þessum fyrrskrifudum documentum Copiur,
enn mórg voru med eigen handa underskriftum þeirra
manna, sem þar hófdu vidridner verid. So ad þesse
bök var audsynelega frekra 100. ára gómul. Framar
voru i sagdre bök adskilianleger Reikningar, upp-
skrifter, og annotationes fyrrtieds Gisla Þördarsonar
Lógmanns, de annis 1606. 1607. 1608. 1611. áhrær-
ande Arnarstapans Umbod og þess inventarium. Hier
ad auke voru enn i margtiedre bök, á 23. bladsidum,
!) Eftir þessu hefur bókin líklega haldist í ætt Gísla Þórðarsonar
lögmanns (um 1545—1619) hjá sýslumönnunum að Innra Hólmi,
Henrik Gíslasyni, Þórði Henrikssyni og Pétri Þórðarsyni. Þórður
Pétursson, sonur hins síðasttalda bjó á Hólmi 1703, 48 ára gamall,
sbr. Manntal á Islandi árið 1703. Keykjavík 1924—5, bls. 47.