Saga - 1979, Blaðsíða 279
RITFREGNIR
269
°S þeir séu einir í heiminum. Dæmi: „Útflutningsauðvaldið var
öðru nafni nefnt sti-íðsgróðavald . . .“ (Bls. 2.) „Þótti því sanngjarnt
að þeir fengju meira en sem rétt nægði til næsta máls.“ (Bls. 69;
v*sað til Þjóðviljans.) Þá má finna að losaralegri hugtakanotkun.
Þannig er rætt um, að kjör hafi versnað (bls. 3) eða laun lækkað
(bls. 15) um tiltekna hundraðshluta þar sem átt er við kaupmátt
kauptaxta. (Önnur kjaraatriði, einkum atvinnustigið, höfðu ein-
^iitt breytzt verulega á þeim tímum, sem um ræðir.) Á bls. 19 er
*’ætt um sektir og skaðabætur eins og þar sé enginn munur á.
Slíkum dæmum mætti fjölga, en þau hagga þvi þó ekki, að hér er
einnig fluttur gagnlegur fróðleikur.
Áuglýsingasíður eru aftast í bæklingnum, og má ráða af aug-
jýsingu um ritröðina FRAMLAG að hér sé um að ræða námsritgerð
1 háskóla, þá væntanlega lagða fram við BA-próf í Islandssögu. En
ekki getur Helgi þess í formála né nefnir kennarann sem hann hafi
notið handleiðslu hjá. En þar sem ég geri ráð fyrir, að hér sé á
ferðinni ritgerð, sem gild liafi verið metin við háskólapróf, finnst
ttier sérstök ástæða til að gaumgæfa, hvernig til hafi tekizt um
notkun heimilda og tilvitnana, þ.e. um það fræðimannlega hand-
Verk, sem reynt er að temja háskólanemum. Aðfinnslur um slíkt
kljóta að eiga í senn við verk nemandans og kröfur eða leiðbeiningar
kennarans og dómur um árangurinn að vera öðrum þræði dómur um
háskólakennsluna.
®S í þessu tilviki verður dómurinn óhjákvæmilega nokkuð harð-
Ur.
1 heimildaskrá eru tilfærð 30 rit. Hún er ekki tæmandi um til-
'átnuð rit; röðuð eftir stafrófsröð titla, en ekki höfunda, og þar að
auki ónákvæmlega; og hún er svo algerlega óflokkuð, að viðtal við
Einar Olgeirsson er talið innan um prentheimildirnar undir v. Til-
vit«uð rit eru 18 (að því meðtöldu, sem vantar í heimildaskrána), öll
skammstöfuð í tilvitnunum. Styttingar eru meiri en tíðkanlegt er
(bækur, sem vitnað er til einu sinni og tvisvar, táknaðar með tveim
ókstöfum) og þess alls ekki gætt, að þær komi í réttri stafrófsröð
1 keimildaskrá.
Auðvitað er ekki unnt að styðja alla hluti tilvitnunum, enda ó-
:^arft um almennan fróðleik En hér er sums staðar farið yfir strik-
' með því að fullyrða án tilvitnana um nákvæm staðreyndaatriði og
f ki alkunnug, svo sem sundurliðaðar upplýsingar um útsvarsálagn-
lnku í Reykjavík 1941 (bls. 2), kaupkröfur einstakra stéttarfélaga
arsbyrjun 1942 (bls. 16) og það, að ríkisstjórnin hafi komið í veg
Vvir> að tilkynning ASÍ fengist lesin í útvarp (bls. 39).
Hinar 18 tilvitnuðu heimildir eru flestar notaðar í örfá skipti, 6
eirra aðeins í inngangskafla. Aðalefnið er rakið eftir Reykjavíkur-