Saga - 1979, Blaðsíða 276
266
RITFREGNIR
víst lítt fyrr en Sundbol nú. Hann gerir það, eðlilega, í samhengi
danskrar sögu, en í þessari ritfregn verður á hitt litið, hvert gildi
bókin hafi sem framlag til Islandssögunnar.
Ekki þarf að undra, þótt nokkuð vanti á, að kver þetta sé heil-
steypt frásögn eða alhliða rannsókn á þessum flókna og mikilvæga
þætti íslenzkrar stjórnmálasögu, enda ekki að því stefnt. Höfundur
skilur ekki íslenzku og hefur engrar aðstoðar notið, sem úr því bæti.
Þvi notar hann oft lakar heimildir um íslenzka atburði, styðst við
danskar blaðafregnir eða minnisgreinar Dana, þar sem íslenzk blöð
eða bréf eða Alþingistíðindi eru frumheimildir, rétt eins og ís-
lenzkir höfundar hafa meðhöndlað hina dönsku hlið sömu atburða.
Sundbol vitnar í nokkrar greinar og rit íslenzkra manna á dönsku
og ensku, hið yngsta frá 1945, en annars er íslenzk sagnfræði hon-
um lokuð bók. Því verður gildi þessarar rannsóknar ekki metið
eftir því, hvort hún leysi af hólmi íslenzkar rannsóknir á sama efm,
heldur hinu, hvort hún bæti þær upp og það gerir hún raunar stor-
lega. Einmitt vegna þess, hve lítt Sundbal notar sömu heimildir og
íslenzkir höfundar, er stórfróðlegt að bera frásögn hans saman
við þeirra til staðfestingar, uppfyllingar og jafnvel leiðréttingar
þess, sem við höfum haft fyrir satt. Verða hér aðeins nefnd fáein
dæmi um slíkt af fjölmörgum.
Um frumkvæði og raunveruleg völd konungs annars vegar og
dönsku ríkisstjórnarinnar hins vegar við mótun Islandsmálastefnu
eru heimildir Sundbols víða miklu gleggri en hinar íslenzku, meðal
annars vegna þess, að Islendingar voru um þetta efni háðir lög'
skýringu sinni, sem var fjarlæg raunverulegri framkvæmd í Dan-
mörku.
Fyrirvaradeilan 1914—15 er eitt af því, sem nú verður mun ljoS-
ara en áður. Til að mynda staðfestist sú tilgáta Skúla Thoroddsens
og Jóns Guðnasonar, að Hannes Hafstein hafi verið með Dönum
í ráðum um utanstefnu þeirra Einars Arnórssonar, Sveins BjörnS-
sonar og Guðmundar Hannessonar, raunar beinlínis í þeim tilgangi
að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn utan af Sigurði Eggerz. Hitt er
áftur á móti erfitt að samrýma heimildum Sundbols, að Danir haf'
boðið Hannesi sjálfum ráðherradæmið í trássi við þingmeirihluta,
fremur virðist forsætisráðherra Dana hafa forðað Hannesi frá þvl
ógætnisspori.
1 íslenzkum frásögnum kemur það jafnan nokkuð á óvart, hve
skyndilega Danir, bæði stjórnin og konungur, fara að æskja sam-
komulags við Islendinga veturinn og vorið 1918. Er það helzt skýi
með því, að þjóðernisréttur Suður-Jóta hafi þá verið kominn á dag'
skrá með Dönum og þeir viljað sýna einlægni sína í því máli me
sáttum við íslendinga. Sundbol staðfestir, að þetta sjónarmið ha 1