Saga - 1979, Blaðsíða 50
48
ANNA AGNARSDÓTTIR
snýr höfundur hins vegar alveg við blaðinu. Þar skýrir
hann svo frá, að þegar verið var að ljúka prentun bækl-
ingsins, hefðu þær fregnir borist, að Danir væru að hverfa
frá bandalagi sínu við Frakka og horfur væru á friðar-
samningi á milli Breta og Dana. I ljósi þessarar nýju
stöðu taldi höfundur, að:
... the great object of this Memoir must fall to the
ground, Iceland must remain, as it has been, a depen-
dency upon Denmark . . .
Ýmsir aðilar hafa leitt getum að því hver kynni að vera
höfundur þessa bæklings. Jón Þorkelsson, Þorleifur
Bjarnason og Bjarni Jónsson frá Vogi hafa leitt rök að
því, að hann sé Magnús Stephensen.1) Halldór Hermanns-
son telur hins vegar, að Savignac sé líklegasti höfundur-
inn.2)
Halldór telur ótrúlegt, að Magnús Stephensen geti verið
höfundur bæklingsins, þar eð Magnús fullyrti í bréfi til
Banks í ágúst 1812, að ekki einn einasti Islendingur æskti
þess, að Island yrði hluti af Bretaveldi.3) I bæklingnum
er hins vegar ekki rætt um, að Island eigi að vera hluti af
Bretaveldi heldur einungis undir óskýrgreindri vernd þess.
Hér væri því ekki um mótsögn eða sinnisskipti að ræða. Á
hinn bóginn er ekkert sem mælir gegn því, að Magnús
hafi skipt um skoðun frá þessu tímabili. Síðla árs 1812
eða í ársbyrjun 1813 mun ekki hafa sést fyrir endann
á stríðinu, a.m.k. ekki frá íslenskum sjónarhóli. Það má
því vel vera, að Magnús, sem óneitanlega bar hag Islands
fyrir brjósti, hafi komist að þeirri niðurstöðu, að náin
samskipti við Breta og vernd þeirra væri nú eina úrræði
Islands. Væri á hinn bóginn um val á milli danskrar og
!) Sunnanfari, XI, 12. tbl., bls. 93, Bjarni Jónsson, bls. 14.
2) Halldór Hermannsson, bls. 86.
3) 12. ágúst 1812, Magnús Stephensen til Banks, Add. MS. 8100;
Halldór Hermannsson, bls. 69—71.