Saga - 1979, Blaðsíða 272
262
RITFREGNIR
ið að kanna mikinn fjölda heimilda, sem glöggt má sjá af skránni
um þær. — Sá háttur, sem hafður er á um tilvitnanir heimilda er
ekki heppilegur, þar sem fletta verður upp á tveim stöðum til
þess að komast að raun um við hvað er átt. Best hefði farið á að
hafa tilvitnanir neðanmáls, enda enginn sjáanlegur bagi að því.
III.
Saga Dalvíkur er í fjórum meginhlutum, en þeim er síðan
skipt í marga smákafla, og er það þarft til glöggvunar.
Fyrsti hlutinn nefnist „Staðhættir og landnám,“ og hefst á
greinargóðri umhverfislýsingu á Svarfaðardal, Böggvisstaðasandi
og Upsaströnd. Þar með er lesendum kynnt hið væntanlega sögu-
svið. Að því búnu er greint frá landnámi í héraðinu og síðan
ýmsum fornminjum, þeirra á meðal hinum miklu görðum, sem
voru langs og þvers um allan Svarfaðardal og þykja benda til þess,
að þar hafi verið þéttbýlt.
„Sveitarhættir á 18. öld“ heitir annar hlutinn og má af nafninu
ráða, hvert aðalefni hans er. Vafalaust mun sumt af því, sem
Kristmundur leiðir þar í ljós, koma mörgum á óvart. Um 1700 er
t.d. meiri lögbýlafjöldi í Svarfaðardalshreppi en í nokkurri ann-
arri sveit á landinu, og í sjöttu röð er hann hvað mannfjölda
snertir. Hefði ekki verið til að dreifa útræðinu á Böggvisstaða-
sandi og Upsaströnd er ekki líklegt, að mannfjöldinn í sveitinni
hefði verið jafnmikill og raun varð á. Enn fremur kemst Krist-
mundur að þeirri niðurstöðu, að í byrjun 18. aldar hafi hagur
Svarfdæla verið sæmilegur í samanburði við önnur byggðarlög. Það
þakkar hann sjávarhlunnindunum. — 1 þessum hluta ritsins er
greinilega rakin í stórum dráttum saga búnaðarhátta og sjávar-
útvegs Svarfdæla á þessari öld, og þá stuðst við margar töflur til
skýringa og samanburðar við önnur héruð. Þegar líður á 18. öldina,
eða um 1770, eru 50 fiskibátar í svarfdælska flotanum, og á hann
þarf um 300 menn. Má af því marka, að þá hefur hlotið að vera eitt-
hvað af aðkomumönnum á bátum Svarfdæla, hafi þeim öllum
verið haldið til veiða samtímis. — Meðal svarfdælskra sjóvík-
inga á 18. öld er ítarlegast sagt frá Duggu-Eyvindi Jónssyni, en af
honum hafa löngum farið sögur vegna smíðakunnáttu, því hann varð
fyrstur manna hérlendra á seinni öldum til þess að smíða þilskip-
Þar sem rætt er um selveiðar á bls. 85, er greint frá nýrri veiði-
aðferð. Ekki verður fullyrt að Svarfdælir hafi nýtt hana. — Á bls-
96—97 er minnst á íslending þann sem átti skútu, er hann flutti
á svo mikinn rekavið, að nægði nær því öllum Norðlendinguiu-
Vitnað er til ritsins „Islands Opkomst,“ og fyrrgreind vitneskja