Saga - 1979, Blaðsíða 24
22
ANNA AGNARSDÓTTIR
Ólafs föður hans, og bað hann að koma Islendingum til
hjálpar.1) Fullyrti hann, að hungursneyð vofði yfir Is-
landi, ef landið fengi engan aðflutning, og bað Banks að
stuðla að því, að skipin yrðu leyst úr haldi og Island undan-
þegið siglingabanninu.
Banks brást vel við málaleitan Magnúsar, enda taldi
hann sig standa í gamalli þakkarskuld við Islendinga, eins
og eftirfarandi setning úr bréfi, sem hann ritaði í nóvem-
ber 1807,2) vitnar um:
The hospitable reception I met with in Iceland
made too mueh impression on me to allow me to be
indifferent about anything in which Icelanders are
concerned.
Hann sendi þegar bréf Magnúsar til Lord Hawkesbury,
sem þá var innanríkisráðherra Breta og vinur Banks.3)
Meðal varðveittra skjala Banks eru nokkrar greinar-
gerðar frá þessu tímabili.4) Ein þeirra er skrifuð í nóvem-
ber 1807 og ber titilinn: „A Project for the Conduct of
S.J.B. in Respect to Iceland“.5) Þessa skýrslu, eða svipaða,
virðist Banks hafa sent Hawkesbury, um leið og hann
sendi honum bréf Magnúsar Stephensens.
I þessari greinargerð skýrir Banks svo frá, að hann hafi
velt því fyrir sér, hvort hann ætti að hafa samband við
Magnús Stephensen, en hafði fundist það óráðlegt, þar sem
Magnús dveldist í Kaupmannahöfn, og Danir væru vísir
til að opna bréf, sem bærust frá Bretlandi. Lagði Banks til,
1) 17. október 1807, Magnús Stephensen til Banks, D.T.C. XVII;
Halldór Hermannsson, bls. 33—35; Helgi P. Briem, bls. 25—27.
2) 21. nóvember 1807, Banks til Dr. Wright, New Source Material
on Sir Joseph Banks and Iceland frorn the Original Manuscripts
in the Sutro Branch California State Library (San Francisco, 1941),
bls. 6. Hér eftir verður skjalasafn þetta nefnt Sutro.
3) 29. nóvember 1807, Hawkesbury til Banks, D.T.C., XVII.
4) Allar þessar greinargerðir er að finna í Sutro skjölunum.
®) Sutro, bls. 69-—71. S.J.B. er auðvitað Sir Joseph Banks.